Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Dagurinn nálgast

Dagurinn nálgast
Dagurinn nálgast..................og við hverfum inn í hann.....

Nóttin er ung

Nóttin er ung

'Sjonni minn, slappaðu af, nóttin er ung'........

'Segir þú Höddi, Það er annað en við'........

'Já já. En við látum það ekki aftra okkur núna'.

'Nei nei, en hvernig er aftur how much á þýsku'?


Öskukallarnir mínir og ég

Ég sló öskuköllunum mínum við í morgun. Þeir eru vanir að vekja mig á mánudagsmorgnum milli 7.oo og 7.30, en í morgun vaknaði ég alveg hreint bara sjálfur!!! kl. 7.oo. Kraftaverk!!! Mér þykir vænt um öskukallana mína, þeir vinna vinnuna sína hratt og örugglega og ég er ekki viss um að vinnan sem þeir inna af hendi sé alltaf metin af verðleikum. Það er ekkert smá drasl sem fellur undan okkur elskurnar mínar og ekki alltaf vel þefjandi. Ekki síst eftir helgarnar. Sjálfur bý ég í miðbænum og ég hef séð þá týna upp glerbrot og annað miðbæjarhelgardrasl í leiðinni sem vart getur talist í þeirra verkahring. Lengi lifi öskukallarnir sem hreinsa til eftir okkur hin og oftast er ekki vanþörf á!!!! Hér sitjum við hjónin og njótum morgunkaffisins í ró og næði og helgardraslið á leið upp í Sorpu. Dagurinn í dag gæti orðið besti dagurinn í lífi okkar, ef við notum hann rétt.
Thorberg 2006

 


Madonna, sveðjan og lífverðirnir.Thorberg 15.-16. sept.

Madonna og lífverðirnir

'Við skulum passa upp á þig Madonna mín. Það koma sko engir ljótir kallar nálægt þér. Með sveðju og skegg og allt...............Við viljum sko hafa þig eins og þú ert'.

'Strákar, látiði ekki svona......einn í einu........ Icelandic? How interesting..... Tobbi farðu til Britneyar vinkonu, henni veitir ekki af verndinni núna. Og strákar, ekki vera lítillátir, Hverjir haldið þið að þori að gera okkur Britney mein þegar þeir sjá að við erum umkringdar íslenskum víkingum með yfir þúsund ára blóðuga sögu að baki og þar að auki aldir upp í miðbæ Reykjavíkur, þeim víðfræga blóðvelli og........ kalla þar af leiðandi ekki allt ömmu sína'?

Kommon..........nobody............


Tobbi málar bæinn rauðan. Thorberg 14. sept.

Tobbi málar bæinn rauðan

Thorberg málar í Austurstræti 2006

Það er hvergi orðið friður fyrir þessum listamannsræflum. Það er ekki nóg með að þeir fylli öll kaffihús borgarinnar, uppteknir við að leysa lífsgátuna, heldur er varla gangandi orðið á gangstéttum borgarinnar fyrir þessu dóti, klínandi mann út í málningu og kaffisulli,(þið vitið nú hvað það er erfitt að ná kaffi úr ljósum fatnaði). Það er líka orðið vonlaust að leggja uppi á gangstétt fyrir þessum ófögnuði. Og til að bæta gráu oná svart, vilja þeir fá borgað fyrir það sem þeir kalla listaverk. Eins og þeir fái ekki nóg frá Ríkinu? Nei grátandi drengur með tár á kinn, það er sko alveg nóg fyrir mig. Og Móna Lísa í forstofunni...........................


Troðinn undir við Bæjarins Bestu

Hér átti að koma mynd af Madonnu en hún kemur vonandi á morgun ef hlutirnir virka hjá mér í tölvunni. Djös vesen mar. Þessi mynd er máluð þegar ég tróðst undir í 70 ára afmæli Bæjarins Bestu fyrir stuttu. Pylsa og kók kostuðu heilar tuttugu krónur og hin skítblanka íslenska þjóð lét sig ekki vanta. Ég held að Dabbi hafi ekki komist í mat þann daginn því röðin blokkeraði dyr Bleðlabankans allan þann dag. Ef þið viljið sjá myndina betur, snúið þá skjánum á hlið. Og segiði mér endilega ef þið þekkið einhvern á myndinni.

Crowded on Pin street

Thorberg 2007


Milljarðar underground. Moldvörpur í leit að hlýju

Á forsíðu Moggans í dag má lesa þessa flennifyrirsögn: "Milljarðar í leit að jarðvarma hér og erlendis". Jahá, það er bara svona! Þó manneskjan sé alltaf að leita að hlýju hér og þar, þá hef ég um það miklar efasemdir að milljarðar séu að leita sér að jarðvarma. Mörgum er örugglega kalt og sumir hyggjast eflaust ná sér í pening í þeirri hlýju eins og annarri hlýju (bendi á elstu atvinnugrein í heimi), en fyrr má nú rota en dauðrota!! Þessir milljarðar sem eru að leita að jarðvarma hljóta bara allir að vera neðanjarðar, sem er svo sem eðlilegt, þar er hann jú. Þeir eru a.m.k. ekki sýnilegir, allavega ekki hér á Íslandi.

Thorberg 12. september. Tobba og Geiri á Goldfinger

Tobba fer í vinnuna

"Tobbi minn, ég er tilbúin elskan, ég verð að drífa mig í vinnuna, ég er að verða of sein".

"Allt í lagi elskan, boltinn er að byrja og........ ég bið að heilsa honum Geira vini mínum á Goldfinger".

 


Thorberg 11. september. Tobbi trallar á Bókmenntahátíð

Tobbi trallar bókina um Tralla

 

Ég les....trallalalala, ég les.....trallalalala

ég les ...trallalalalalala.

Ég fíla....trallalalala, ég fíla....trallalalala

ég fíla ...trallalalalalala........ í botn.


11. sept. nálgast

Ég tek undir með félögum mínum, hver djö.......... er að gerast hér. Er 11. sept. að skella á? Já reyndar en....... hvað höfum við til saka unnið? Laga bloggið. Obrigado.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband