Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Man U. Næsta fórnarlamb sjóaranna frá Hull?

Það verður gaman að heyra í Alex Ferguson á morgun þegar sjóararnir hafa tekið gulldrengjaliðið hans í bakaríið á morgun. Bakarar og sjómenn. Þeir eru engin lömb að leika sér við. Hreint ekki.
mbl.is Ferguson: Ótrúlegt gengi hjá Hull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túlk á Arnarhól

Þetta er nú bara eins lýsing á samskiptum Ríkisstjórnar Íslands og Seðlabankans. Sem tala í kross eins og persónur í leikriti eftir Jökul Jakobsson. Það þarf að fara að ráða túlk með gjallarhorn, staðsettan á Arnarhóli, til að hjálpa þessum aumingja mönnum að tala saman.
mbl.is Viðvörun: Ég er ekki á skrifstofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlu krílin orðin stór

"Ég man það eins og gerst hafi í gær", eins og segir í textanum. Man vel eftir litlu krílunum. Mikið eru þetta föngulegar fullorðnar stúlkur. Fleiri svona fallegar fréttir í blöðin. Innilegar hamingjuóskir með morgundaginn stúlkur. Megi ykkur ganga allt í haginn og takk fyrir gleðina sem þið berið með ykkur á þessum síðustu og verstu.
mbl.is Íslensku fjórburarnir tvítugir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum Jón Gnarr á Gordon Brown

Ekki voru þetta Íslendingar! En í alvöru talað: Eigum við ekki bara að senda Jón Gnarr á Mr. Brown og pótintáta hans? Og ef hann hefur yfir einhverju að kvarta, þá getur hann bara komið til Íslands og veinað og vælt. Það verður nóg af fólki til að taka á honum, þegar og EF hann kemur. Það er ég nú hræddur um.
mbl.is Dýrt spaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítalir hræra í öskustónni

Ja, lengi lifir í gömlum glæðum. Það halda Ítalarnir alla vega. Ég er ekki svo viss um að það sé eldur í stónni. En það má kannski aðeins hræra í henni. Aldrei að vita nema leynist glóð á botninum.
mbl.is Bjóða Ronaldo 100.000 evrur fyrir markið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfuguggar dýrir katólsku kirkjunni- Pílatusarþvottur

Var ekki kominn tími til? Það kemur nú samt fram í lok fréttarinnar að kannski er þetta einvörðungu gert til að spara peninga í ljósi þeirra rándýru málaferla sem katólska kirkjan hefur staðið í svo árum skiptir, vegna öfugugga innan hennar raða. Sveiattann!
mbl.is Kynhvöt kaþólskra presta könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð er ekki falleg íslensk stúlka

"Ásdís Rán fékk 10 síður í Maxi". Ég verð nú að játa að ég hef ekki hugmynd um hvaða tímarit það er(kannski er það gefið út af Max-bræðrum, hvað veit ég). En hún á það örugglega skilið, blessunin. Þetta jafnast nú samt ekkert á við hversu margar síður Davíð Oddsson hefur fengið, víðs vegar um heiminn, upp á síðkastið. Þó ekki í Maxi, held ég. Og seint verður nú sagt um hann, að hann sé falleg íslensk stúlka.
mbl.is Ásdís Rán fékk 10 síður í Maxi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði dropans vart

Villi frá Skáholti sagði einu sinni: "Verði dropans vart í mínum húsum, vanalega drekk ég sjálfur allt". Ég tek undir það. Hamsturinn í mér sefur þess vegna vært og kærir sig kollóttann um hækkanir á áfengi. Hann dreymir um hafragraut, kartöflur og íslenskt vatn.

 


mbl.is Fólk hamstrar vín fyrir hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðið upp á prjónandi konur í miðbæ Reykjavíkur

Hvaða ósómi er í gangi hér? "Boðið upp á prjónandi konur"? Fínt framtak, að bjóða upp á kjötsúpu en... bjóða upp á prjónandi konur.... er það nú ekki einum of langt gengið? Ha?
mbl.is Kjötsúpan rýkur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég spyr án ábyrgðar?

Fyrirgefiði? Vann mafían 100 milljónir evra? Er það eitthvað nýtt?
mbl.is Einn stærsti lottóvinningur sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband