Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Falsdoktor

Aumingja kallinn. Doktorinn fokinn út í veður og vind. En trúið mér: Hann er ekki eini falsdoktorinn í heiminum. Þeir eru á hverju strái. Jafnvel í næsta húsi við þig, lesandi góður
mbl.is Falskur heiðursdoktor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvenkyns?

Flugumferðarstjórinn fær náttúrulega nokkra daga til að sofa almennilega úr sér þreytuna en, var flugumferðarstjórinn nokkuð kvenkyns? Ég spyr bara svona hinsegin.......
mbl.is Hringsóluðu yfir Lesbos meðan flugumferðarstjórinn svaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berbatov bestur

Ég hef sagt það áður og segi það enn: Berbatov er besti framherji heims, enda naut hann þess heiðurs að spila með Tottenham um tíma og væri betur þar enn.
mbl.is Berbatov með tvö í Álaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í eina sæng

Þetta er aldeilis góð viðbót við fjármálamengunina í landinu. Nú geta þessir aðilar gengið í eina sæng og ríkið í presthlutverkinu. Allir sáttir. Amen.
mbl.is Þrjú fyrirtæki fá losunarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Catch the blue hand

Þetta fer nú að verða góður efniviður í ágætis reyfara. "Lögreglustjóri kemur upp um mikla spillingu innan stjórnkerfisins". Arnaldur eða Ævar Örn geta farið að setja sig í stellingar. Af nógu er að taka. Bókin gæti t.d. heitið: "Catch the blue hand", bara svona tillaga........
mbl.is Djúpt snortinn og þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhann til borgar hinna fögru meyja

Jóhann verður í góðum höndum hjá Hamburg. Þjálfari liðsins, Martin Jol, er góður, og náði prýðis árangri með Tottenham, en þaðan var hann rekinn á afar hæpnum forsendum. Jóhann á þetta skilið og vonandi gengur honum vel í Hamborg. Borg hinna fögru meyja. Hann verður samt að passa sig á þeim.
mbl.is Jóhann Berg til HSV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsibúnað í fjármálaheiminn

Það er ekki súkkulaðið sem er mengað á Íslandi. Ónei! Það er nú eitthvað annað sem er mengað hér. Illa mengað. Það nægir að líta á fréttir gærdagsins og dagsins í dag til að sjá það. Veitti ekki af öflugum hreinsibúnaði í fjármálaheiminn, hér á landi, og það strax. Áður en allt fer hér í kalda kol.
mbl.is Ekki mengað súkkulaði hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greidd eða gefins?

Auðvitað styð ég þetta átak heilshugar. En hvað þýðir að forsetafúin hafi veitt fyrsta eintakinu af bleiku slaufunni viðtöku? Fékk hún hana gefins eða borgaði hún fyrir hana? Bara forvitni. Ég ætla að skella mér á eina á morgun.
mbl.is Bleika slaufan í sölu á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmulegur atburður

Ég sendi samúðarkveðjur til Ágústs og fjölskyldu hans. Þetta er hörmulegur atburður. Dóttir mín var í sveit hjá Ágústi fyrir mörgum árum, svo ég veit að Ágúst og kona hans eru miklir dugnaðarforkar. Vonandi komast þau yfir þetta sem allra fyrst, með góðum stuðningi vina og ættingja. Og okkar hinna.
mbl.is Missti 120-130 nautgripi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heim til mömmu

Allir fara þeir heim til mömmu, ef illa gengur. Fyrst fá þeir bankann gefins(nánast) og nú vilja þeir aftur heim til mömmu. Hótel mamma hefur aldrei brugðist. Þar eru bestu steikurnar. Og þar sleppa menn við að vaska upp. Og skúra gólf og taka til. Mamma sér um það.
mbl.is Landsbankamenn ræddu við Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband