Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Á maður að trúa því?

Það skiptir ekki máli lengur hvaða yfirlýsingar embættismenn senda frá sér. Það trúir þeim enginn lengur. Og skal engan undra...... eftir það sem á undan er gengið.
mbl.is Segir stöðu Landsbankans ekki hafa versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullhúðað?

Mikill er sá heiður að ganga um með gullmerki Eimskips eftir að hafa þrælað í 25 ár á lúsarlaunum hjá félaginu. En þetta er náttúrulega fjárfesting góð ef gullið hækkar í verði, ef merkið er þá úr gulli en ekki bara gullhúðað?
mbl.is Gullmerki Eimskips afhent í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almennilegir sýslumenn

Svona eiga sýslumenn að vera. Ekki veitir af peningum til að byggja upp á Gaza. Raunir okkar Íslendinga eru hjómið eitt miðað við þær raunir sem íbúar á Gaza hafa lent í. Þökk sé auðvaldsríkinu Ísrael og mátum þeirra.
mbl.is Gefur milljarð dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engan æsing

Hvað eru nokkur hundruð milljarðar milli vina? Ég veit ekki hvað fólk er að æsa sig. Samt gott að geta fengið lánað út á engin veð, það fær almenningur ekki. En hann á að borga þessi veðlausu lán. Og þessir milljarðar eru vel geymdir á Jómfrúareyjum eða Cayman Islands, svo við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur.
mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær skrif

Einar Már.... enn eina ferðina á þjóðarpúlsinum. Og ég heyri hjartsláttinn.... hef hann með mér inn í minn. Frábær skrif.


mbl.is Kryddlegin Baugshjörtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuttbuxnadrengur varaformaður

Þó mér sé Framsóknarflokkurinn algjörlega óviðkomandi þá hefði ég nú heldur viljað sjá Siv sem varaformann. Birkir Jón hefur aldrei hugnast mér sem stjórnmálamaður. Einhvers konar stuttbuxnagæi hjá gömlu forystunni.
mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitlaus dálkur kosinn formaður

Ef það væru nú bara dálkar sem Framsóknarmenn rugluðust á. Maður gæti fyrirgefið þeim það. En svo gott er það ekki. Hafi Framsóknarflokkurinn verið kyndugur áður, þá er hann stórskrýtinn núna. Einhers konar samsull af gömlu og nýju. Annars ætla ég að láta öðrum eftir að skilgreina Framsóknarflokkinn, en óska nýjum formanni til hamingju.
mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anders Fogh og George Bush......

Danir eru í paník. Nú á að reyna að þvo af sér vinskap Anders Fogh Rasmussen og George Bush, til að hann nái góðu sambandi við Obama. Svona er nú hráskinnaleikur stjórnmálanna, hræsni og framapot. Eitthvað könnumst við við þetta hér á Íslandi. Eða hvað?
mbl.is Fogh vill hitta Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi er glúrinn

Þegar Gylfi Magnússon talar ættu menn að leggja við hlustir. Þar er glöggur maður á ferð og glúrinn. Hann er enginn gjammandi glamúrhagfræðingur, en nóg er til af þeim. Og svo er náttúrulega nóg til af "ekkihagfræðingum", hægri hottentottar, sem taka að sér stjórn ýmissa stofnana í landinu, t.d. Seðlabankans, en hafa ekki til þess nokkra burði og þá viljum við út úr stjórnkerfinu strax.
mbl.is Skipta út þeim sem sigldu skútunni í strand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingarsamkrull. Oj bara.....

Samkrull Bandaríkjamanna og Ísraela. Stjórnartíð Bush er að ljúka. Nýr forseti í BNA. Tilviljun? Það held ég ekki. Barnamorðingjar. Sveiattan.
mbl.is Ísraelar lýsa yfir vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband