Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Maður hnerrar nú bara yfir svona fréttir... ef frétt skyldi kalla

Hvers konar ritstjórn er það sem setur svona frétt sem efstu frétt á forsíðu? Hún getur ekki verið beisin... svei mér þá.
mbl.is Vilja eyða meiru ef hnerrað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook metin á þrettánfalda veltu

Facebook metin á 6,5 milljarða dollara..... þrettánfalda veltu fyrirtækisins í ár, sem er áætluð 500 milljónir dollara. Ekki ónýtt það. 
mbl.is Facebook metin á 810 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott val

Loksins gerist eitthvað af viti í utanríkismálunum. Þarna er pottþétt góður maður með mikla reynslu á ferð, enda kominn af góðu fólki. Til hamingju herra utanríkisráðherra og til hamingju Stefán. Og gangi þér allt í haginn.
mbl.is Stefán verður aðalsamningamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir útrásardraugar.... ekki spurning...

Þetta eru vafalaust íslenskir útrásardraugar að reyna fyrir sér í Danmörku..... ekki spurning. Það er orðið svo mikið af lifandi draugum á Íslandi, að hinir raunverulegu draugar þurfa að leita annað.  Þeir eru umsvifalaust kveðnir niður hér á landi í grimmri samkeppni.
mbl.is Nóg að gera hjá dönskum særingamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selur ríkið kannabisið?

Eitt finnst mér vanta í fréttina: Hvaðan fá kaffihúsaeigendur í Hollandi sitt kannabis? Flytja þeir það sjálfir inn eða kaupa þeir það af ríkinu?
mbl.is Kannabis-kaffihúsaeigandi fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálfandi spenna

Nú er bara að bíða eftir næsta tölublaði af Vikunni. Þá vitum við meira. Ég bíð skjálfandi spenntur.
mbl.is Jarðskjálftar undan Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband