Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Lágkúra

Eru nú dauðasyndirnar komnar á stjá? Öfund, græðgi.......... var ekki nóg af þeim í´"góðærinu"? Það verður ekki af manneskjunni skafið. Við þurfum ekki á svona lágkúrum að halda í dag.... og ekki neina daga.
mbl.is Reiðin brýst út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárt, biturt og salt á sprengidaginn hjá Davíð

Segjum nú sem svo að allt sé rétt sem Davíð segir, þá eru orð hans mesti áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum í áratugi, ef ekki frá upphafi. Þrátt fyrir sífelldar aðvaranir alviturs Seðlabankastjóra, gerði Sjálfstæðisflokkurinn ekki neitt í aðdraganda bankahrunsins, þrátt fyrir að vera í forsæti í ríkisstjórn. Þessi Davíðsdókumentar er orðinn svo pínlegur að vart orðum tekur. En að gera sífellt lítið úr fréttamanni Kastljóss, eins og hann hefur stundum gert áður, gagnast honum ekki nú. Jafnvel þó fréttamaður Kastljóss hefði mátt standa sig betur. Það var sár, bitur og reiður Seðlabankastjóri sem gekk út úr kastljósi kvöldsins.
mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöruskipti, það er málið

Góð hugmynd. Það mætti líka hugsa sér að senda Eirík og Davíð Seðlabankastjóra til BNA og fá eitthvað gott í staðinn. Barter (vöruskipti), það er málið í dag.
mbl.is „Fangaskipti" í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki

Hrokinn sem umlykur þessa tvo Seðlabankastjóra sem eftir eru, er með ólíkindum. Fariði bara og málið er dautt.
mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Big time klúður

Big time klúður..... Big time money........ Big time Icelandic model..... Big time Icelandic reality..... Big time Icelandic smile......
mbl.is Krefst 158 milljóna í vangoldin laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hveráfold?

Þessir menn eiga fullt af glæsieignum við Skattaskjól, Skálkaskjól og Eyrnaskjól. Og þó þeir sýnist búa við þröngan kost í Skuldafeni og Íbúfeni, þá hafa þeir þó alla vega húsaskjól. Svo búa þeir nokkrir við Hveráfold. Svo er það náttúrulega spurning Hveráfold, við eða þeir?
mbl.is Skattaskjól skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalmennirnir

Framsóknarmenn og DO eru aðalmennirnir á Íslandi í dag sem aðra daga...það breytist ekki neitt....
Progressive

mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biennalen í boði kók

Verður Feneyjarbiennalen framvegis í boði Coca-cola? Hressandi og cool?
mbl.is Feneyjar semja við Coca-Cola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"A kingdom for a horse"

Það kann ekki góðri lukku að stýra að aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta hafði ekki hugmynd um neina efnahagsörðugleika (vægt til orða tekið), sem væru í vændum. Er ekki þarna komið atvinnutækifæri fyrir Hannes Hólmstein Gissurarson og aðstoðarmann hans, Davíð Oddsson? Að vera á launum hjá bandaríska ríkinu þýðir bara eitt : Auknar gjaldeyristekjur. Og við sleppum við að borga þeim laun. Eins og Spjótahristir einn gamall sagði í einu leikrita sinna: A kingdom for a horse. Ekki seinna en núna.
mbl.is Jafnvel sérfræðingar eru gáttaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara fullorðnir sem mega drekka eins og svín

Ég hélt að öllum væri það ljóst að það eru bara fullorðnir sem mega drekka eins og svín og haga sér eins og fífl.
mbl.is Ólöglegt partí fékk snöggan endi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband