Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Straumurinn liggur til ríkisins

Straumurinn liggur til ríkisins. Hvert fyrirtækið af öðru er yfirtekið af ríkinu. Við (ríkið) verðum bara ríkari og ríkari. Hvaða fyrirtæki verður tekið næst? Íslenskir Aðalverktakar? Það löngum gjörspillta fyrirtæki (kolkrabbafyrirtæki). Kæmi ekki á óvart.
mbl.is Ríkið tekur Straum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hákon Aðalsteinsson allur

Blessuð sé minning mikillar manneskju.
mbl.is Hákon Aðalsteinsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið

Vegna kynjakvóta er kona flutt upp. Skrýtið.
mbl.is Kristján Möller efstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjófæðing

Að fæðast í Karabiska hafinu? Er það þá sjófæðing? Ég hef aldrei heyrt neinn segja: Hann fæddist í Atlantshafinu. Hún fæddist í Kyrrahafinu. Skrýtið.
mbl.is Flúði til Íslands undan þrældómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarfrétt nr. 3261 þennan mánuðinn

Þetta þykja nú varla fréttir í Framsóknarflokknum. Nema einhver framsækinn maður komi og leiðrétti það. Það væri frétt.
mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið

Skrýtið. Ég var einmitt að draga fram skóna og er farinn út í góða veðrið. Skórnir eru ekki komnir á hilluna hjá mér...... ennþá.
mbl.is Erla dregur fram skóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan af Finni Frumherja og vinum hans

Eigum við ekki að geyma þessar vangaveltur fram í lok apríl? Hver veit hvað Framsóknarflokkurinn vill þá? Þessi skakklappaði flokkur sem hefur undanfarna áratugi haft allt of mikil völd miðað við fylgi. Nánast hækja fyrir gamlar skoðanir sem hafa verið lífsseigar í kolkrabba og kúafótum þessarar þjóðar. Þó vel hafi gefið í punginn og gullið hafi hlaðist upp undir orminum langa sem teygir sig út um allt viðskipta og stjórnmálakerfi hinnar íslensku þjóðar. SÍS gamli var ekki lengi að breyta 300 fjár í eina kótilettu. Þeir hafa alltaf þurft svo mikið til sín þessir Framsóknarmenn. Og þurfa enn.
mbl.is Vill vera í vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afgangar frá jólunum

Þetta hefur verið Skyrgámur að losa sig við skyrrestarnar frá jólunum, orðnar grænar af myglu og öðru góðgæti. Nammi namm......... skemmtilega lífrænt...
mbl.is Grænu skyri slett í HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pizza Hut... Pizza 67...... Pizza........ no pizza....

Þetta er ekki eina pizzufyrirtækið sem þurft hefur að loka í Danmörku. Það er eins og Danir séu ekkert mjög hrifnir af pizzum.(Mínir menn). Við munum einhver eftir því þegar Forseti Íslands opnaði Pizza 67 með viðhöfn á Ráðhústorgi í Kaupmannahöfn. Það ævintýri stóð ekki lengi. Ekki frekar en mörg önnur ævintýri íslensk á erlendri grund.
mbl.is Pizza Hut hættir rekstri í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurreisn fokkings flokksins

Undarlegt fyrirbæri hefur skotið upp kollinum á Íslandi : Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Og ekki nóg með það: Undirnefnd endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki verið að tala um að endurreisa Ísland..... nei, heldur FLOKKINN. Fokking flokkinn........


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband