Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Steingrímur er sposknorskur

Það er sama hvert litið er í íslensku efnahagsrústunum..... alls staðar sér maður Norðmenn. Enda Steingrímur sposknorskur.
mbl.is Røsjø eignast hlut í MP Banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir maður núna?

Hvað á maður nú að gera sér til dundurs í skammdeginu?......... Það er stór spurning.
mbl.is Síðasta Leiðarljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara ef þeir lenda hjá mér

Peningar eru ekki allt..... bara ef þeir lenda hjá mér. Eru þetta ekki lykilorðin í íslensku samfélagi gróðahyggjunnar vinstri hægri snú??
mbl.is Peningar eru ekki allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með rófustöppu á milli fótanna

Hvernig færum við Íslendingar að ef við ættum ekki fjármálaráðherra sem minnti okkur á að kominn er september? Við værum kannski ennþá að úða í okkur hrútspungum á Þorra? Sprungnir á því? Með rófustöppu á milli fótanna?
mbl.is Það er kominn september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollbreskaísveldið í burðarliðnum

Hollbreskaísveldið er stórveldi sem menn ættu að taka alvarlega..... í framtíðinni. Ójá.
mbl.is Ekki „afsláttur" af fyrirvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum siðspillinguna ekki stoppa Jón Jósef og rel8.... og ræna hann ærunni!!

ALLT UPP Á BORÐIÐ! Ég þekki Jón Jósef Bjarnason sem mjög grandvaran og heiðarlegan mann. Nú eru yfirvöld að sverta mannorð hans á mjög svo ógeðfelldan hátt. Ég hvet til samstöðu almennings í formi fjárframlaga honum til stuðnings, svo hann geti haldið áfram því þýðingarmikla starfi sem hann hefur innt af hendi undanfarið. Jón Jósef hefur mikla reynslu af störfum sem þessum og nú þarf hann á stuðningi okkar að halda. Ætlum við Íslendingar að láta yfirvöld komast upp með það að ræna mann ærunni? Spillingin í embættismannakerfinu er víðtæk og teygir anga sína út í pólitíkina og viðskiptalífið. Sofandi sauðir og siðspilltir ræningjar hafa einsett sér að ganga endanlega frá íslensku þjóðinni og skola svo af sér syndirnar í haustregninu. Nú er mál að linni. Nú verðum við að rísa upp..... FYRIR ALVÖRU.
mbl.is Grunaður um upplýsingastuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum ekki stoppa Jón Jósef Bjarnason og rel 8!! Stöndum saman!

Nú berast þær fréttir að Ríkisskattstjóri og Persónuvernd hafi stoppað Jón Jósef Bjarnason í vinnu sinni við gagnagrunninn rel8 sem flestir ættu að þekkja. Ætli menn skjálfi nú á æðstu stöðum og farið sé að kippa í spotta? Það kæmi mér ekki á óvart. Spillingin er alls staðar og nú verða menn að standa við bakið á Jóni Jósef. Burtu með spillingarkrumluna, sem virðist halda að hún geti endalaust læst klóm sínum í þegna þessa lands. Áfram Jón Jósef með þitt þjóðþrifastarf. Þjóðin stendur með þér.

Þögn forsætisráðherra

Hér er því fjálglega lýst af hirðfólki ríkisstjórnarflokkana, að ekki skorti nú á vilja íslenskra ráðamanna til að tala við erlenda fréttamenn. En það sem sker loftið er, að forsætisráðherra virðist ekki veita viðtöl. Eðlilegast væri að forsætisráðherra væri í forystu hvað þetta varðar. Þögn Jóhönnu er farin að verða vandræðaleg. Hvers vegna er hann svona tregur að veita erlendum fjölmiðlum viðtöl? Getur einhver svarað því?
mbl.is Fóru ekki tómhentir heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennska

Sápukúla og sýndarmennska. Tveir kvenráðherrar að slá sér upp á sviðinu með ekkert land undir fótum.
mbl.is Störf fyrir 43 fundin í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglærðir taka við af löglærðum. Menntun borgar sig.

Einhver þarf að stýra þessum stjórnlausa her. Svo af hverju ekki Svanhildur? Þetta er ekkert merkilegra heldur en kaupin gerast yfirleitt á eyrinni. Ekki frekar merkilegt en lögfræðingar virðast alltaf fá vinnu. Einhver þarf að rukka, einhver þarf að stjórna....... og það er eins gott að það sé gert af kunnáttu. Sem ríkið borgar.
mbl.is Svanhildur til Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband