Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Klara gæti kennt okkur margt

Íslenska þjóðin ætti að gera lífsspeki Klöru að sinni. Hætta að kaupa og kaupa og eiga ekki fyrir hlutunum. Fólk fær lánað og lánað og á svo ekki pening til að borga og bankarnir djöflast í fólki. Stjórnvöld hefðu betur leitað til Klöru fyrir hrun...... og það er kannski ekki of seint. Klara getur kennt okkur margt. Svo mikið er víst. Til hamingju með daginn Klara.
mbl.is Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskur koss yfir Ermasundið

Ja... flest dunda menn sér nú við í ellinni, ég segi nú ekki meir en það. Kannski þarf blessaður gamli maðurinn að drýgja ellilífeyrinn, nú þegar fjármálakreppan ríður yfir heimsbyggðina. Ja eða lífga upp á ástarlífið. Franskur koss yfir Ermasundið... hvorki meira né minna. Ja hérna.
mbl.is Prinsessan og forsetinn - sönn eða login ástarsaga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forseti Íslands rétti maðurinn?

Þá vitum við það. Forseti Íslands mun flytja lokaræðuna á alþjóðlegu málþingi Louis Blouin stofnunarinnar um lærdómana sem má draga af fjármálakreppunni og hvernig byggja má upp hagsæld að nýju, á traustan og öruggan hátt. Er hann rétti maðurinn til þess? Ég bara svona spyr?
mbl.is Forsetahjónin í Bandaríkjaheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með svínin?

En hvernig er með blessuð svínin? Fá þau ekki neitt? Svona er farið með málleysingjana sem geta ekki tjáð sig. Segin saga.
mbl.is Búið að forgangsraða vegna bóluefnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarkerfi gegn fjármálahryðjuverkamönnum

Hvernig væri að koma upp varnarkerfi á Íslandi gegn fjármálahryðjuverkamönnum? Ekki sýnist mér veita af.
mbl.is Stjórnast ekki af Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skandall!

Alveg týpiskt! Dómarinn bíður með að flauta þar til Man U gerir mark. Hneyksli eins og svo oft áður. Komið langt fram yfir tímann. Fergusonhræðslan enn og aftur. Skandall.
mbl.is Owen með sigurmark í sjö marka Manchesterslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfangasigur fyrir Jón Jósef og þjóðina

Ríkisskattstjóri er maður að meiri með því að biðjast afsökunar. Smá glæta í embættismannakerfinu. Vonandi fær Jón Jósef að starfrækja sitt fyrirtæki á eðlilegan hátt í framtíðinni og auka þar með gagnsæi upplýsinga hér á landi, en mér segir svo hugur að það muni nú heyrast í einhverjum síðar, sem ekki hugnast það sem hann er að gera. Samtvinning spillingar í íslensku þjóðfélagi er mikil, því miður. Áfram Jón Jósef.
mbl.is Ríkisskattstjóri biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Órólega deildin væri nærtækari

Hvernig væri að stofna "órólegu deildina" fyrir spillta stjórnmálamenn og embættismenn? Og skutla fjárglæframönnunum inn á hana líka? Þar myndi skrattinn hitta ömmu sína á lokaðri deild og við fengjum að vera í friði. Þar gætu þeir vælt í friði og borið saman bankabækurnar sínar  og skolað af sér syndir sínar á milli mála. Þeir gætu líka stofnað Grátkór, sem hefði það á efnisskránni að syngja sig frá skömminni.
mbl.is Sérdeild er nærtækari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingishúsið verði fangelsi

Er ekki tilvalið að tæma Alþingishúsið og innrétta sem fangelsi? Ráða svo hluta alþingismanna sem fangaverði, þ.e.a.s. þá sem uppfylla kröfur um menntun til starfans? Þeir gætu þá loksins gert eitthvað gagn? Eða hvað? Tvö fangelsi í miðbæ Reykjavíkur í stíl. Verður ekki betra. Spurning um stjórnarráðið líka?
mbl.is Auglýsir eftir húsnæði undir fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör sveppur

Í næturhúmi nakinn birtist

nýbúinn að klæðast úr.

Í versluninni að því er virtist

ekki veit'af góðum lúr.


mbl.is Nakinn og til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband