Færsluflokkur: Bloggar

Stuttbuxnadrengur varaformaður

Þó mér sé Framsóknarflokkurinn algjörlega óviðkomandi þá hefði ég nú heldur viljað sjá Siv sem varaformann. Birkir Jón hefur aldrei hugnast mér sem stjórnmálamaður. Einhvers konar stuttbuxnagæi hjá gömlu forystunni.
mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitlaus dálkur kosinn formaður

Ef það væru nú bara dálkar sem Framsóknarmenn rugluðust á. Maður gæti fyrirgefið þeim það. En svo gott er það ekki. Hafi Framsóknarflokkurinn verið kyndugur áður, þá er hann stórskrýtinn núna. Einhers konar samsull af gömlu og nýju. Annars ætla ég að láta öðrum eftir að skilgreina Framsóknarflokkinn, en óska nýjum formanni til hamingju.
mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anders Fogh og George Bush......

Danir eru í paník. Nú á að reyna að þvo af sér vinskap Anders Fogh Rasmussen og George Bush, til að hann nái góðu sambandi við Obama. Svona er nú hráskinnaleikur stjórnmálanna, hræsni og framapot. Eitthvað könnumst við við þetta hér á Íslandi. Eða hvað?
mbl.is Fogh vill hitta Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi er glúrinn

Þegar Gylfi Magnússon talar ættu menn að leggja við hlustir. Þar er glöggur maður á ferð og glúrinn. Hann er enginn gjammandi glamúrhagfræðingur, en nóg er til af þeim. Og svo er náttúrulega nóg til af "ekkihagfræðingum", hægri hottentottar, sem taka að sér stjórn ýmissa stofnana í landinu, t.d. Seðlabankans, en hafa ekki til þess nokkra burði og þá viljum við út úr stjórnkerfinu strax.
mbl.is Skipta út þeim sem sigldu skútunni í strand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingarsamkrull. Oj bara.....

Samkrull Bandaríkjamanna og Ísraela. Stjórnartíð Bush er að ljúka. Nýr forseti í BNA. Tilviljun? Það held ég ekki. Barnamorðingjar. Sveiattan.
mbl.is Ísraelar lýsa yfir vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrútspungur ársins

Og.................... HRÚTSPUNGUR ársins er......................... GUÐNI ÁGÚSTSSON!! Gefiði honum gott klapp....
mbl.is Guðni Ágústsson heiðraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég slepp.....

Það er alltaf eitthvað jákvætt í lífinu. Til dæmis að sleppa við að sitja þennan Framsóknarfund. Mikið er ég feginn........
mbl.is Svara spurningaflóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með sígarettu í annari hendinni og brennivínsflösku í hinni

Við þessu má alveg búast í svona árferði eins og ríkir núna. Tóbak og brennivín á okurverði og menn leiðast jafnvel út í önnur fíkniefni þegar áfengi er svo dýrt sem raun ber vitni. Ég tala nú ekki um að landabrugg á eftir að aukast mikið. Það er eins og yfirvöld sjái aldrei heildarmyndina í svona málum. Benda má á reykingabannið svonefnda á veitingastöðum. Það dæmi voru menn alls ekki búnir að reikna til enda. Drykkja jókst á götum úti í miðbænum, með tilheyrandi sóðaskap og ofbeldi. Labbi maður um miðbæinn síðla kvölds eða um nætur, mætir manni fólki í annarlegu ástandi með sígarettu í kjaftinum og bjór eða brennivínsflösku í hinni. Þetta sá maður ekki í svona ríkum mæli fyrir reykingabannið.
mbl.is Stórfellt smygl með vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maka krókinn

Það hafa margir makað krókinn á tryggingafélögunum í gegnum árin. Og reikningar verkstæða verið ansi feitir.Þetta veit ég fyrir víst. Hvers vegna að hafa millilið þegar kaupa á varahluti? Út í hött. Þannig að þetta er hið besta mál og gæti komið einhvers staðar til lækkunar á kostnaði bílaeigenda. 
mbl.is Segja upp samningum við verkstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kattþvegnir stjórnmálamenn

Jahá... Sko Skúli Helgason þarf ekki að segja mér né þjóðinni að krafa um breytingar eigi rétt á sér. Auðvitað er krafan: BREYTINGAR. Og það STRAX. Þetta spillta lið í stjórnsýslunni og fjármálaheiminum þarf að fara strax. Nú er nóg komið. Við þurfum engin svona aflátsbréf. Við seljum heldur ekki atkvæði okkar til kattþveginna stjórnmálaafla. Það er liðin tíð.
mbl.is Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband