Með sígarettu í annari hendinni og brennivínsflösku í hinni

Við þessu má alveg búast í svona árferði eins og ríkir núna. Tóbak og brennivín á okurverði og menn leiðast jafnvel út í önnur fíkniefni þegar áfengi er svo dýrt sem raun ber vitni. Ég tala nú ekki um að landabrugg á eftir að aukast mikið. Það er eins og yfirvöld sjái aldrei heildarmyndina í svona málum. Benda má á reykingabannið svonefnda á veitingastöðum. Það dæmi voru menn alls ekki búnir að reikna til enda. Drykkja jókst á götum úti í miðbænum, með tilheyrandi sóðaskap og ofbeldi. Labbi maður um miðbæinn síðla kvölds eða um nætur, mætir manni fólki í annarlegu ástandi með sígarettu í kjaftinum og bjór eða brennivínsflösku í hinni. Þetta sá maður ekki í svona ríkum mæli fyrir reykingabannið.
mbl.is Stórfellt smygl með vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband