Færsluflokkur: Bloggar

Svei'attann

Það er eins og Ingibjörg hafi lesið bloggið mitt frá því fyrr í dag. Bestu óskir mínar til hennar um góðan bata. En Sigurbjörg........... fær skömm í hattinn fyrir að kveða hálfkveðnar vísur. Við höfum fengið nóg af svona kell......... sem eru að reyna að slá sér upp á kostnað annarra. Svei attan.
mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona bara að hann hlæi ekki að öllu saman

Að sögn Hallgerðar bloggvinkonu minnar er þetta hláturmildur maður með húmorinn í lagi og góður gæi. Ég vona bara að hann hlæi ekki að öllu saman. Mér er ekki hlátur í huga þegar kemur að fjármála og stjórnsýslu kólerunni.
mbl.is Ólafur Þór Hauksson verður sérstakur saksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæli þarft eða þegi

Sigurbjörg: Mæli þú þarft eða þegi. Nefndu ráðherrann. Nú liggja allir ráðherrar undir grun, ef þú ert að segja satt. Svo er skrýtið að Guðlaugur kemur af fjöllum, þegar aðrir jólasveinar eru nýfarnir til fjalla.
mbl.is Guðlaugur kemur af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Skattadagur Deloiette?

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað Skattadagur Deloiette er fyrir nokkuð? Er ekki nóg af skattadögum nú þegar. Ég spyr?
mbl.is Ríkissjóður í jafnvægi 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spara spara......

Ég á Subaru Impreza árgerð 1994, alveg öndvegisbíll, enda vel við haldið (af fyrri eiganda). Nú væri lag fyrir ríkið að kaupa af mér bílinn á tombóluverði áður en ég eyðilegg hann. Spara spara, er það ekki lausnarorðið í dag?
mbl.is Ríkið auglýsir eftir 100 nýjum bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróður og meiri áróður

Þvílík áróðursfrétt!! Hvernig eru fréttir valdar yfirleitt? Stýra Ísraelsmenn heimsfjölmiðlunum? Skotið á Ísraelsmenn????? Aumingja mennirnir. Var skotið á börn Ísraelsmanna? Djísús. Og svo eru málsatriði á huldu. Shit.


mbl.is Skotið á Ísraela við Jórdaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skinheilagleiki, hræsni, hroki og blind trú

Skinheilagleiki, hræsni, hroki og blind trú einkennir fréttir fjölmiðla af yfirgangi Ísraelsmanna á Gaza. Segi ég og skrifa, sannkristinn maðurinn.
mbl.is Ísraelar á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttablaðið á mánudögum fullt af gömlum og úreltum fréttum

Jæja, þá er það bara sálmabókin á sunnudögum framvegis. Verst að það er engin krossgáta í henni. Þetta þýðir náttúrulega það, að á mánudögum verður Fréttablaðið fullt af gömlum og úreltum fréttum. Eins og þriðjudagsmogginn í den.
mbl.is Ekkert Fréttablað á sunnudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush sjálfur mesta ógnin

Mér finnst nú að helsta ógnin við bandarískt þjóðfélag hafi verið George W. Bush sjálfur og hið besta mál fyrir bandarísku þjóðina, að losna við hann úr stjórnkerfi landsins. Heimsvalda og stríðsstefna hans hefur valdið hörmungum víða um heim og vonandi verður nú breyting til batnaðar með nýjum forseta. Maður veit þó aldrei.
mbl.is Hugsanleg árás helsta ógnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt skrýtið í kýrhausnum...... ég meina fótboltanum

Jahá! Einhver verður að hjálpa upp á þessar stjörnur hjá Man U, nú þegar allt er ekki á toppnum hjá þeim. Maradona var stórkostlegur knattspyrnumaður, sem spilaði jafnt með höndum sem fótum, sem sagt alhliða leikmaður. Minnir á plottið þegar Tottenham hafði mikinn séns á að komast í meistaradeildina fyrir tveimur árum en fengu flestir einhverja matareitrun á mjög dularfullan hátt daginn fyrir síðasta leik. Þeir töpuðu fárveikir gegn West Ham og það varð til þess að Arsenal hirti af þeim fjórða sætið og þar með meistaradeildarsætið. Já, Það er margt skrýtið í kýrhausnum....... ég meina fótboltanum.
mbl.is Maradona ræsti út leikmenn Chelsea með vindlareyk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband