Færsluflokkur: Bloggar

Þrengir víða að

Já, það þrengir víða að. Nú eru útrásarmennirnir meira og minna í felum og ekki auðvelt að fá þá í viðtöl. Og ekki er hægt að segja að það sé mikið blúss á viðskiptalífinu á Íslandi þessa dagana og hætt við að daglegar neikvæðar fréttir séu ekki það sem fólk vill lesa í dag. En ég vona að blaðið lifi. Við þurfum svona blað á Íslandi.
mbl.is Framtíðarsýn í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klink

Þetta eru nú smápeningar miðað við það sem við er að glíma hér á Íslandi. Svona eins og klink. Útrásar mönnum íslenskum þykir nú ekki mikið koma til svona smáaura. Þetta er klink fyrir þá. Ef það er hægt að redda Carnegie mönnum með svona lítilli fjárhæð, þá eru þeir ekki í miklum vandræðum.
mbl.is Reynt að bjarga Carnegie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraustlegar ákvarðanir

Þetta þykir mér hraustlega gert af hinum nýkjörna forseta. Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Það er líka eftirtektarvert að hann hefur sagst ætla að skipa einhverja Repúblikana í valdamikil embætti og ég held að það sé bara af hinu góða fyrir Bandaríkjamenn ef þeir standa undir nafni og hafa ekki verið undirsátar hins herská Bush.
mbl.is Obama hyggst snúa ákvörðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf öðrum að kenna

Þetta er nú að verða svolítið þreytandi. Alltaf skal kallinn koma með einhverjar afsakanir, ef allt gengur ekki að óskum hjá gulldrengjunum hans. Maður heyrir ekki svona væl í öðrum knattspyrnustjórum í ensku úrvalsdeildinni, nema þá kannski í Arsene Wenger hjá Arsenal. Aldrei er neitt þeim sjálfum að kenna, alltaf einhverjum öðrum.
mbl.is Ferguson ósáttur við leikjaniðurröðunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyrnirósarsvefn og með eyrnatappa í báðum eyrum

Jónas Fr. Jónsson fer sínar eigin leiðir í krafti embættis síns. Davíð Oddsson fer sínar eigin leiðir í krafti síns embættis. Gunnar Páll Pálsson fer sínar eigin leiðir í krafti síns embættis. Íslensk stjórnvöld ráfa um í völundarhúsi með bundið fyrir augun bæði. Þess á milli sofa þau þyrnirósarsvefni með eyrnartappa í báðum eyrum. Enda eins og villuráfandi örmagna sauðir, eftir að hafa baðað sig í sviðsljósi útrásarlúsablesa svo árum skiptir. Eini krafturinn sem allt þetta fólk á eftir, fer í að reyna að bjarga eigin skinni og koma sök á hvert annað. Og allt þetta þarf venjulegt fólk að heyra og sjá, án þess að hafa valdið, til að losna við þetta óþurftarfólk.
mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningar um moldviðri

Voru þá engir þrír milljarðar fluttir? En ef þeir voru fluttir, hvaða peningar voru þetta og í hvaða tilgangi voru þeir fluttir? Er endurskoðandinn heilagur? Hann hlýtur að geta frætt okkur um, hvort einhverjir peningar voru fluttir, og hvers eðlis sú færsla var. Ef færslan átti sér stað var hún þá lögleg en kannski siðlaus? Hverjum á að trúa? Er verið að slá ryki í augu almennings og neita og fela tilganginn með færslunni? Eða er verið að ljúga upp á Hannes Smárason? Hvað veit ég? Moldviðrið er alla vega til staðar og almenningur sér ekki út úr augunum. Er það tilgangurinn með öllu saman?
mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegasta aðgerðin

Grípa til nauðsynlegra aðgerða, jájá. Er ekki nauðsynlegasta aðgerðin um allan heim, að skipta út öllu spillingarliðinu, sem hefur fengið að valsa um á fjármálamörkuðum heimsins í áraraðir? Ísland ætti að sýna gott fordæmi og hreinsa þetta lið út strax. Það er hroðalegt að horfa upp á gamalt spillingarlið vera ennþá að leika sér í hinum "nýju bönkum" landsins. Það eflir ekki tiltrúna á endurreisn fjármálakerfisins.
mbl.is Gripið til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tottenham snortið töfrasprota

Það er ótrúlega gaman að fylgjast með Tottenham þessa dagana. Það er eins og Harry Redknapp hafi snortið liðið með töfrasprota. Í dag léku þeir mjög yfirvegað en samt eins og á hálfum hraða, en það dugði samt. Darren Bent hefur skorað 5 mörk í tveimur leikjum og er aldeilis að sýna sig og sanna. Margir voru búnir að afskrifa hann alveg, en hann fékk ekki mörg tækifæri hjá Juande Ramos. Næsti leikur Tottenham er gegn Liverpool í Deildarbikarnum og það er kannski til of mikils mælst að þeir vinni Liverpool tvisvar í röð á skömmum tíma. Það er þó aldrei að vita, því leikurinn fer fram á White Heart Lane.
mbl.is Rauða spjaldið þrisvar á loft í sigri Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin silfurskeið.... bara hlutabréf

Ég á eitt gamalt hlutabréf í Eimskip, sem amma sáluga gaf mér þegar ég var barn. Ætli Þjóðminjasafnið geti sagt mér hversu mikils virði það er í dag? Því miður á ég enga silfurskeið, enda ekki fæddur með slíka hluti í munninum. Eins og sumir.
mbl.is Rýnt í gamla gripi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er þriðja leiðin?

Þetta er hörmulegt slys og margir eiga um sárt að binda. Þetta sýnir þó að Rússar eru á fullu að vígbúast á öllum sviðum ekki síst kjarnorkusviðinu. En það eru fleiri þjóðir að því. Enginn veit hvað gerist þegar fjármálakreppan í heiminum vex og allir ismar foknir út í veður og vind. Eins og ég hef oft spurt áður: Hvar er þriðja leiðin? Vitið þið það?
mbl.is Kafbátur dreginn að landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband