Færsluflokkur: Bloggar

Hverjir ljúga?

Nægar eignir til í bankanum..... ekki nægar eignir til í bankanum......hverjum á að trúa? Inn með erlenda óháða sérfræðinga STRAX. Einhver hlýtur að vera að ljúga.  Eða ljúga þeir allir, bara mismunandi mikið? Við viljum fá að vita hverjir ljúga og hversu mikið.
mbl.is Icesave upphæðir jukust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erill í Aðsigi

Ekkert lát á þessu helv.... ofbeldi í miðbænum. Fyrir tveimur mánuðum var ég rotaður á heimleið kl 23.00 á sunnudagskvöldi, og rankaði við mér uppi á bráðavakt. Það var bara hópur sem mætti mér og ég fékk eitt högg út úr hópnum. Þetta er þó ekkert á við það sem Erill vinur okkar frá Aðsigi er alltaf að lenda í. Hann var líka alinn upp við erfiðar aðstæður. Það var alltaf stormur í Aðsigi. Um leið og eitthvað gerist í miðbænum og lögregla þarf að hafa afskipti af málunum, þá kemur Erill við sögu. Ég vil benda drengnum á, að halda sig bara í úthverfum, þar sem rólegra er yfir hlutunum, þó oft sé nú allt brjálað þar í heimahúsum.
mbl.is Hnífsstunga og erill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifréttir

Það er gott að fá svona gleðifréttir inn í spillingarumræðuna hér á Íslandi. Eiður er frábær knattspyrnumaður og er landi sínu til mikils sóma. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því, að hann er að leika með einu af bestu knattspyrnuliðum heims.... og þangað komast nú bara fáir útvaldir.
mbl.is Eiður Smári skoraði eitt í stórsigri Börsunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustum á Tryggva

Hlustum á Tryggva. Hann er nú búinn að koma við í nokkrum spillingarbælunum. Heldur betur. Hann hlýtur að geta sagt okkur krassandi sögur þaðan.
mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrollur og gæsahúð

Það setur að manni hroll þegar maður heyrir þessi nöfn. Ég held ég þori ekki að smakka þessa bjóra. Það er alveg nóg að vera með gæsahúð út af spillingunni, sem viðgengst í þessu þjóðfélagi.
mbl.is Kaldi, Skjálfti, Jökull, Móri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski fréttir ríkisstjórnin af mótmælunum

Það er gott að erlendir fjölmiðlar fjalla um mótmælin á Íslandi. Þá kannski fréttir ríkisstjórn Íslands af þeim. Í fyllingu tímans.
mbl.is Greint frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Apinn er ekki farinn

Auðvitað þarf eins og einn Spursara til að redda Liverpool. En það er algjör misskilningur að apinn sé farinn af bakinu á Keane. Rafael Benitez er ennþá knattspyrnustjóri Liverpool.
mbl.is Benítez: Apinn farinn af bakinu á Keane
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslendingar illir?

Eru Íslendingar hjá IMF? Og ef svo er, eru þeir eitthvað illir? Ég botna ekkert í þessari fyrirsögn. Mogganum til skammar.
mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ligga ligga lá......

Nú eru auðmennirnir farnir að rífast innbyrðis. Pabbi minn er miklu ríkari en pabbi þinn. Það sem þú segir er tóm lygi. Við áttum miklu meira en þú. Þetta er ekki okkur að kenna. Það ert þú sem eyðilagðir allt saman. Við værum ennþá vellvellríkir, ef þú hefðir ekki eyðilagt allt. En ég á miklu meiri peninga á Cayman Islands en þú. Þú átt bara Rússapeninga. Og ég skil ekki afhverju Seðlabankastjóri er vondur við mig. Kannski er það bara af því að ég er Framsóknarmaður helv....íhaldið þitt. Ég klaga bara í verkalýðsforystuna. Hún lánar mér úr lífeyrissjóðunum ekki þér.....ligga ligga lá.....
mbl.is Segja að eignir hafi verið umfram skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar fréttir?

Aumingja Pálmi Haraldsson. Honum verður að hjálpa. Það hefur Hannes Smárason skilið af því að það hefur þurft að hjálpa honum líka í gegnum tíðina. Aumingja mennirnir.
mbl.is Lét flytja út af reikningum FL án heimildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband