Eru Íslendingar illir?

Eru Íslendingar hjá IMF? Og ef svo er, eru þeir eitthvað illir? Ég botna ekkert í þessari fyrirsögn. Mogganum til skammar.
mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og þeir styðja þá samt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er athyglisvert að skoða hvar íslensk stjórnvöld leita hófanna hvað varðar lán og hverjir það eru sem eru tilbúnir til að skoða slíkar umleitanir: Rússar, Pólverjar og Kínverjar Eru þetta kannski fordómar? Það er kannski engin ástæða til að hafa áhyggjur af því hverjir lána okkur og því að þeir muni ráða þó nokkru um álit alþjóðasamfélagsins á innræti þjóðarinnar og þeim stjórnarháttum sem við búum við. Þegar allt er komið í þrot skiptir kannski meira máli að bjarga því sem bjargað verður en að velta fyrir sér hvaða áhrif bjargráðin hafa á skoðanir nágrannaþjóðanna á okkur sem þjóð.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Einmitt.

Bergur Thorberg, 8.11.2008 kl. 21:17

4 identicon

Stærstu mistökin í þessum björgunaraðgerðum hér og þau koma til með að verða okkar dýrkeyptustu. Það er að gera upp á milli innistæðueigenda í "íslensku" bönkunum á Íslandi og annar staðar þar sem við berum ábirgð eins og Icesave reikningnum. Þetta er klárlega brot á jafnræðisreglunni að greiða 100% hér en að láta aðra sigla sinn sjó. Þetta er ekki hægt að rökstyðja á annan hátt en eiginhagsmunasemi. Þetta er grundvallarregla á evrópska efnahagsvæðinu og hana brjótum við. Það hefði verið skynsamlegra að bjóða sömu greiðslu á innlendum og erlendum reikningum en ekki gera eins og við erum að gera að reyna að hlífa innlendum sparifjáreigendum en að láta útlendinga tapa. Þetta eru dýrkeyptustu mistök íslandssögunar. Við verðum ekki látin komast upp með þetta. Þetta er að mínu viti siðlaust og álit um að sé löglegt. Eitt hefði átt að láta yfir alla ganga og síðan hefði dæmið verið gert upp og allir hefðu fengið jafnt. Við vildum meira og við fáum að blæða fyrir það. Klárlega er myndi það hafa verið erfitt fyrir stjórnvöld að hafa gert þetta en það eftir á að hyggja hefði verið rétt. Þetta hefði auðveldað endurreisnina. Það er óljóst hver hefur tekið þessa ákvörðun um að mismuna innistæðueigendum eftir þjóðerni en það hefur væntanlega verið ríkisstjórnin sem hefur gert þetta þetta er ekki ákvörðun sem einn af þremur Seðlabankastjórum tekur upp á sitt eindæmi.

það var ljóst að það voru ekki veð/eignir á Bretlandseyjum eða Hollandi til að standa undir Icesave reikningunum og því hafa þeir væntanlega ekki getað skráð þetta sem innlend hlutafélög. Get ekki komið fram með aðra vitræna skýringu þrátt fyrir að þeir Landsbankamenn haldi núna öðru fam. Hér er bara logið og logið að okkur. Fjármagnið var væntanlega að einhverju leiti flutt inn í veltu Landsbankans til að fjármagna þörf hans. Ótrúlega að þetta var látið halda áfram mánuðum saman eftir að það var ljóst. Væntanlega hefur þetta verið það sem Darling og Björgvin Sigurðsson ræddu um fyrir um 1/2 ári síðan. Ekkert var gert, þar er ábirðin bankamálaráðherrans og Bankaeftirlits.

Íslendingar eru orðnir betlarar meðal þjóða, þar sem reynt er að skuldsetja framtíðarkynslóðir fyrir glópsku "góðæriskynslóðarinnar" sem núna vill ekki borga þessa innistæðulausu ávísun sem "góðærið var byggt á". Núna er bara að bíta á jaxlinn og taka við byrðunum, gríðarlegri eignaskerðingu og lífskjaraskerðingu.

Gunn (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 07:51

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Það er mikið til í þessu hjá þér Gunn. Takk fyrir skörp skrif.

Bergur Thorberg, 9.11.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband