Myndlist og morgungleði

Vil endilega hvetja mína elskulegu þjóð til að skoða sýningar þeirra feðga Magnúsar Pálssonar og Tuma Magnússonar en Magnús sýnir nú í Gallerý I8 og Tumi í Safni á Laugavegi.Ótrúlegur kraftur í sýningum beggja.Ekki þarf að fara mörgum orðum um hæfileika og getu feðganna til að rýna í fortíð,nútíð og framtíð og hvernig þeir finna hjartslátt samtímans með tilvísanir í margar áttir.Sjálfur held ég áfram að sletta mínu kaffi á hvolfi þó ýmislegt annað sé í skjóðunni.Meira um það síðar.Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég ræðst inn á blogvöllinn er síðan mín tóm fyrir utan þessar fátæklegu línur en úr því verður bætt innan tíðar.Hætti núna því mín elskulega 17 ára dóttir,Eydís Eva er í margslungnu morgunstuði og reitir af sér brandarana,þannig að fingurnir dansa stjórnlaust um lyklaborðið og mikil hætta á að lítið vit yrði í því sem hugsanlega kæmi hér á eftir

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband