Þjóðhátíð 101 Reykjavík

Mikið var ég feginn að uppgötva fyrir stuttu að nú þarf ég ekki að fara á þjóðhátíð í Eyjum.Nú nægir að fara á næsta öldurhús í 101 Reykjavík og þjóðhátíðin er komin þangað.Glaumur og gleði.Múgur og margmenni.Vísdómsorð falla.Söngur og grín.Og allt UTANDYRA! Ægifagur reykur stígur í átt til himinsins og engu líkara en að Siggi Reim hafi tendrað þjóðhátíðarbál við hvurn einasta bar í 101.Maður er staddur í góðum hópi ungra sem aldinna en ekki hef ég nú rekist á Árna Johnsen þar enn.Maður bíður bara og vonar hið besta.Svo er bara skroppið inn í tjald og fyllt á kútinn.Allir sáttir,eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband