Hitti Kristin Hallsson á öldurhúsi 1992

Hitti Kristin Hallsson á öldurhúsi í fyrsta skipti, að mig minnir 1992.Hafði að vísu fylgst með honum frá barnæsku og þá aðallega í gegnum Gufuna gömlu.Röddin hans hreif mig ungan og það breyttist ekki er árin liðu.Við tókum tal saman og spjölluðum margt og mikið drykklanga stund.Kom að því að hann spurði mig hvað ég gerði í lífinu og sagðist ég aðallega fást við myndlist og eitthvað við tónlist og leiklist. Kristinn spurði mig hvort það væri nú ekki hálfgert vesældarlíf hvað fjárhaginn snerti og hvort ég hefði nokkurntíma þegið styrk frá Ríkinu. Ég kvað svo ekki vera. Þá sagði Kristinn: "Eftir þetta spjall okkar sé ég að það býr eitthvað í þér ungi maður hvað listir varðar og þú átt fullt erindi í listasjóðakerfi Ríkisins eins og hver annar. Ég skal athuga hvað ég get gert". Kvöddumst við með virktum eftir nokkrar skálar. Svo liðu nokkrir mánuðir og hafði ég önglað saman aurum til að fara til Portúgal til að mála upp í eina sýningu eða svo og dvelja þar í 3 mánuði.Sá tími varð svo miklu lengri. Komið var fram í september 1993 og ég var á förum, þegar dettur inn um bréfalúguna bréf frá Menntamálaráðuneytinu undirritað af Kristni Hallssyni, þar sem Bergi Thorberg er veittur styrkur úr Félagsheimilasjóði???? nokkurs konar ferðastyrkur. Upphæðin var 30.000.Þús. og mig munaði mikið um aurana á þeim tíma. Sá gamli hafði ekki gleymt mér. Leiðir okkar lágu svo saman síðar nokkrum sinnum og sagði Kristinn að þetta hefði nú verið lítilræði, en ég þvertók fyrir það, sem satt var. Kristinn var einn af þessum minnistæðu mönnum sem orðið hafa á lífsleið minni. Blessuð sé minning hans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já hann var heisteipt sál karlinn.

En óskylt þessu, þá langar mig að sýna þér vídeó af manni, sem málar í súkkulaðisýróp.  Þetta er alveg ótruleg færni með Hersey´s síróp og teskeið.

Smelltu HÉR Til að horfa.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.7.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband