Verðlaunasamkeppni um bestu eða hnyttnustu ferskeytluna og / eða limruna. Þrenn verðlaun í boði. Kaffimálverk á striga eftir Berg Thorberg

Kæru vinir. Ég hef ákveðið að feta í fótspor ýmissa mér viturri bloggara og efna til samkeppni um bestu eða hnyttnustu ferskeytluna eða limruna. Þið sendið mér hugverkin á  thorberg@thorberg.is og ég birti þau svo á kaffi.blog.is  Samkeppnin varir í 14 daga og þá byrjar atkvæðagreiðsla um bestu verkin, enda þá öll verkin sýnileg á síðunni minni.Velkomið er að kommentera á þær vísur eða limrur sem berast allan tímann. Verðlaun verða veitt og fyrstu verðlaun eru kaffimálverk eftir mig á striga 40cmx40cm. Önnur og þriðju verðlaun eru kaffiverk á striga 30cmx30cm. Myndir af verðlaunaverkunum verða birtar á næstu dögum Látið þið nú hendur standa fram úr ermum og heilann upp úr hálsmálinu og dælið á mig vísum.

Bestu kveðjur

Bergur Thorberg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég verð að standa úti í þetta sinn, kann ekki að yrkja

Marta B Helgadóttir, 6.8.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Láttu ekki svona Marta mín, bara að kafa nógu djúpt þá kemur þetta.

Kveðja

Bergur Thorberg, 6.8.2007 kl. 16:45

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ég myndi helst vilja verk, sem væri 50x50, ef það er í lagi...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 6.8.2007 kl. 17:52

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Ásgeir minn, allt er opið í smiðju Thorbergs. Don't worry, be happy.

B.kv.

Bergur Thorberg, 6.8.2007 kl. 18:06

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Hrafnkell! Mér segir svo hugur að það verði ekkert lásí. Og vel á minnst, það er alltaf tími tilað yrkja!!

Bergur Thorberg, 6.8.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband