Jóhannes tælir Júdas upp við barinn

Nú er ljós í gluggunum hjá guði

og.. gengið er þar allt að.. skemmta sér.

Allir er'í stórkostlegu stuði,

St. pétur Maríu í faðminum ber.

Um guðsmennina gylltir tónar hljóma

gleymt er allt um holdsins dýru synd.

Vatni er breytt í vín með dýrð og ljóma

veltist nú um í vímunni.. gjörvöll  mannkind.

Og, tunglið lýsir gulu,

gegnum  himininn

og það glottir

því að þetta er ekki í fyrsta sinn.

Dómprófastur dauður út við stjaka.

Dræsan sem hann lá er rönkuð við.

Og drottinn sjálfur er að reyna að mjaka,

mönnum sínum og Maríu á rétta hlið

Og.....tunglið.......o.s.frv.

Jóhannes tælir Júdas upp við barinn

Jesaja veitir brennivín af stút.

Fram á klósetti er allur skarinn

Því Kristur er læstur inni og kemst ekki út.

Og... tunglið.. lýsir gulu... gegnum....

 

Þetta sem þið kannski hafið nýlokið við að lesa, er ekki ljóð, heldur texti af Metsöluplötunni minni frá 1989. Hún seldist í 167 eintökum.  Ég kom plötunni út. Og í kjölfarið var mér send gjöf af himnum ofan, sem reyndist verða yngsta dóttir mín. Svo féll Berínarmúrinn. Allt á haustmánuðum 1989. Lagið og textinn komu til mín í Lundi, árið 1984, fyrir utan verksmiðju í smoketime. Svo var ég spurður að því síðar á Íslandi, hvort ég væri forspár um kristindóm.

b.kv.  Bergur Thorberg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég sem taldi mig vera búin að setja inn kveðju til þín ... mbl blogg er dálítill stríðnispúki stundum!

Sænsk áhrif á flottum texta!  Njóttu þín um helgina

www.zordis.com, 24.8.2007 kl. 07:22

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Jedúddamía... Algjör snilld

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.8.2007 kl. 01:28

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

úlllalllla,  flott !

Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 20:45

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góður.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband