Hver orti?

Hver orti

Allir þekkja svo kallaða húsganga, ljóð, eða  barnagælur sem sungin eru við ýmiss tækifæri og sem við kunnum flest. En ekki vita allir hverjir hafa ort þessar stökur, ljóð eða texta sem renna svona áreynslulaust úr okkar munnum og skiptir kannski ekki höfuðmáli hver hefur ort en gaman samt að vita hver. Svo eru það náttúrulega lögin sem oftar en ekki hafa verið samin við þennan kveðskap. Bara að gamni: Hverjir ortu :

1. Sigga litla systir mín

    situr út í götu o.s.frv.

2. Hafið bláa hafið hugann dregur o.s.frv.

3. Fyrr var oft í koti kátt o.s.frv.

Allir bloggarar vita þetta auðvitað en gaman samt að heyra frá ykkur.

Ortíbortí, bæææ.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er það ekki: Sveinbjörn Egilsson, Örn Arnarson/Friðrik Bjarnason, Þorsteinn Erlingsson.

Flest í gömlu Skólaljóðunum okkar, man þó ekki hvort Sigga litla var þar en fljúga hvítu voru þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2007 kl. 22:55

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Rámar í svipað og Jón Steinar

Einar Bragi Bragason., 28.9.2007 kl. 00:33

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Tveir réttir. Friðrik Bjarnason? Alias Magnús Stefánsson?

Bergur Thorberg, 28.9.2007 kl. 11:10

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Jónas gamli Hallgrímsson á hana Siggu litlu...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 28.9.2007 kl. 19:37

5 Smámynd: Bergur Thorberg

O jú jú, mikið rétt Ásgeir minn.

Bergur Thorberg, 30.9.2007 kl. 10:46

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Friðrik Bjarnason á lagið við Hafið, bláa hafið, ekki textann.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.10.2007 kl. 08:59

7 Smámynd: Bergur Thorberg

Er það ekki? Hver var Friðrik Bjarnason? Það vita ekki allir.

Bergur Thorberg, 3.10.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband