Húsnæðismál eru herskylda láglaunamannsins

Ástandið í húsnæðismálum á Íslandi er náttúrulega mjög slæmt og hefur verið lengi og ég tala nú ekki um leigumarkaðinn. Fólk á hreinlega ekki fyrir leigunni því fólk á leigumarkaði er yfirleitt efnaminna fólk. Og svo unga fólkið sem tekið hefur allt of há lán þannig að í sumum tilfellum er markaðsvirði íbúðarhúsnæðis sem það hefur fest kaup á lægra en lánin sem hvíla á því. Þessu er öðruvísi farið t.d. á Norðurlöndum og "venjulegt launafólk" hefur efni á að búa sæmilega og á ekki á hættu að vera hent út hvenær sem er, sem því miður er oft raunin hér á Íslandi. Stefán Ingólfsson heitinn vinur minn, verkfræðingur,en hann lét mikið til sín taka í húsnæðismálum, sagði eitt sinn að kostnaður vegna húsnæðis mætti ekki nema meiru en 25% af ráðstöfunartekjum viðkomandi. Ég er ansi hræddur um að víða sé pottur brotinn hvað það varðar. Gott hjá Hlíf að hreyfa við þessu máli.
mbl.is Lágmarkslaun duga ekki fyrir húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GústaSig

Gott og innlegg hjá þér félagi

kveðja
aðdáandi

GústaSig, 5.11.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband