Kurteisin uppmáluð

Ég vaknaði kl. sex í morgun og spurði sjálfan mig kurteislega hvort ég mætti sofa til sjö. Og viti menn. Ég svaraði já samstundis. Þarna sjáið þið að það borgar sig að vera kurteis. Og það kostar ekki neitt. Það brann hús á Grettisgötunni í nótt og þar sem ég bý í götunni fær maður einhvern veginn meiri ónotatilfinningu en ella. Þetta minnir mann á að jólin nálgast og mikið um opinn eld í heimahúsum og eins gott að fara varlega. Í gærkvöldi fór ég á tónleika með South River Band og það var þrælskemmtilegt. Þeir spila svo á Dómó í kvöld. Eigið þið góðan dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Og hattinn í annarri hendinni standi manni allar gáttir opnar. Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Bergur Thorberg

já já já..... auðmýktin, hógværðin,kurteisin........ Þorkell minn, við vitum hvað við erum að tala um!!

Bergur Thorberg, 8.11.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband