Á skíðum skemmti ég mér, tralalala.......

Þetta er alveg frábært.Nú getum við skíðað á stuttbuxum og bikini, þurfum ekki að hafa áhyggjur af íslensku veðurfari og alls engar áhyggur af því að verða brún og sælleg, því sólin mun ekki ná til okkar. Við getum náttúrulega opnað sólbaðsstofur með fram brautinni, til að kippa því í liðinn.Svo hitum við allt upp með heita vatninu og setjum kælikerfi í brautina, sem sagt plús og mínus og allir ánægðir. Svo málum við Bláfjöll og íslenska hveri og eldfjöll á veggina og setjum upp öflugt hljóðkerfi með fuglasöng, beljubauli, kindajarmi og alls kyns náttúruhljóðum. Þarna getum við skipulagt þorrablót á skíðum o.s.frv. Möguleikarnir eru óendanlegir. Kannski bara jarðgöng frá umferðarmiðstöðinni, til að Íslendingar og erlendir ferðamenn,sleppi við að berja augum allt sem borg og náttúra heitir og allt endi í guðdómlegri tilbúinni paradís. Eins og ég sagði áðan. Möguleikarnir eru ótæmandi. Útrás hvað?
mbl.is Yfirbyggð skíðabrekka í Úlfarsfelli á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband