Amfetamín og ópíumdropar.

Hitti mann í heita pottinum í morgun. Sá sagði mér sögur af ópíumdropum og amfetamíni. Hann sagði mér að milli 1950-1960 hafi notkun þessara efna bara verið töluvert algeng meðal almúgans. Einn dropi af ópíum læknaði öll mein. Þeir voru verk og vindeyðandi, læknuðu höfuðverk (þynnku) og alls kyns kvilla, voru í miklu uppáhaldi hjá örþreyttum húsmæðrum sem vissu varla stundum hvort þær voru í sloppnum eða ekki, eða hvort þær voru á leiðinni til Silla og Valda eða ekki. Karlarnir voru sjálfsagt ekkert betri. Vinnuálag var mikið og þeir hafa kannski frekar verið í amfetamíninu, en frægar eru sögurnar af námsmönnum í Háskólanum sem héldu sér vakandi við próflestur með amfetamíni. Það hef ég eftir áreiðanlegum heimildum frá klerki einum, sem var líka skáld. Í minningunni er lítið brúnt ópíumdropaglas á mínu heimili sem entist í mörg ár. Man ég eftir að hafa smakkað einu sinni og bragðið var beiskt. Svo var þetta notað í bland við brennivín af sumum. Einhver áhrif hlýtur þetta að hafa haft í skemmtanalífinu því þar slógust menn oftar en ekki til síðasta blóðdropa. Og það voru læknarnir sem matreiddu þetta ofan í lýðinn. Gaman væri að heyra hvort fólk man eftir þessu og þá í hvaða mæli. Syndir feðranna? Unga fólkið hvað?  Jamm og já.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Man eftir einhverju slíku sem amma átti í fórum sínum,smakkaði reyndar ekki og veit ekki alveg með innihaldið

Ragnheiður , 15.11.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband