Bormaður Íslands

Á visi.is er í dag sagt frá innbrotum í höfuðborginni í gær og meðal annars var brotist inn í bíl á Grettisgötunni. Þar sem ég bý í götunni og hef orðið fyrir þessu sjálfur nýverið, ættum við öll að vera á varðbergi. Annars lýkur fréttinni með að lögreglumaður upplýsir að hann hafi einu sinni við húsleit fundið 50 borvélar!!!!!!!.... og kannski mín hafi verið ein af þeim, en hún hvarf í flutningum fyrir nokkru síðan ásamt fleiru smálegu. Þetta hlýtur að vera BORMAÐUR ÍSLANDS. Það var helst að skilja á lögreglumanninum að til væru hálfgerðar birgðastöðvar þar sem menn söfnuðu hreinlega saman alls kyns vörum til að nota í fíkniefnaviðskiptum. Svo er náttúrulega spurningin líka: Hverjir eru það sem kaupa stolnar vörur?????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband