Jóla hóla hollt í skó.........

Jæja, nú höfum við Íslendingar að einhverju að keppa, eina ferðina enn. Hæsta jólatré í Evrópu hefur verið reist í Norður-Portúgal og er það 76 metra hátt. Eitthvað fer nú lítið fyrir greinunum á þessu tré, kannski er það bara stál og steinsteypa, járn og jólaglingur. En Portúgölum leiðist ekki að vera stærstir og bestir í einhverju, ekki frekar en okkur. Þetta gera tæplega sex metra á hvern íslenskan jólasvein svo það ætti að vera smámál fyrir okkur að gera betur. Skora ég á íslenskt athafnafólk að hefjast nú handa og reisa eitt tröllatré og setja það á Esjuna og hvetja þannig Íslendinga sem aðrar þjóðir til fjallgöngu í svartasta skammdeginu. Svo eru auðvitað miklar líkur á því að rekast á Grýlu, Leppalúða og alla jólasveinana í leiðinni. Og enga svona venjulega jólasveina, sem við hittum fyrir á hverjum einasta degi.

Jóla hóla hollt í skó....

hallelúja korriró.

Yfir holt og hæðir smjó

húsið hans var byggt úr snjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband