Belgar flýja sitt eigið land út af leiðindum

Ég held að það hafi ekki þurft að setja upp þessa auglýsingu til að fá Belga til að heimsækja London. Það er svo lítið um að vera í Belgíu að Belgar taka fagnandi öllum tilboðum sem berast um að skreppa í burtu. Belgía er afar fábrotið land og mér heyrist á flestum sem ferðast um Norður Evrópu að þeir flýti sér einhvern veginn alltaf í gegnum Belgíu. Sjálfur hef ég oft "stoppað" í Belgíu en aldrei meira en eina nótt. Kannski eru þetta bara fordómar í mér. Ég bið forláts, kæru Belgar. En Brussan Ella, sem hýsir alls konar alþjóðastofnanir, hefur ekki heillað mig. En einu má ekki gleyma: Það voru Belgar sem bjuggu til franskar kartöflur, fyrstir þjóða. Og Jaques Brel var Belgi. Ekki gleyma því!!! Og hann flýði til Parísar!!!!
mbl.is Sprænir í tebolla til að auglýsa London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband