Hún er upp'í sveit, að elta gamla geit

Þetta er nú alveg synd. Faðir minn sagði mér margar sögur af geitum þegar ég var yngri en hann hafði kynnst geitabúskap í Bárðardal á fyrri hluta síðustu aldar. Eru þetta víst hinar skemmtilegustu og skynsömustu skepnur. Mér er næst að halda að meirihluti Íslendinga hafi aldrei séð geit, nema þá á ljósmynd eða í kvikmynd. Þær eru oftar en ekki aðalpersónur í ævintýrum og margir eiga góðar minningar um þær þaðan. En ég spyr og einhver hlýtur að geta svarað mér: Hverjar eru nytjarnar og hvert fara þær? Ostur? Mjólk? Kjöt? Gæra? Spyr sá sem ekki veit. Og ef þessum geitum verður slátrað í dag þá segi ég: Blessuð sé minning þeirra.
mbl.is Geitahjörð slátrað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband