Hraðsuðan 23. nóvember

Bjarni rýkur frá borðinu, reyndar skaðlaus, og bíladrengurinn og lagsmaður hans í borgarstjórn heimta fund strax, kannski við sama borð. Allt á meðan fjórðungur bifreiða í Reykjavík neglir í gatslitnar götur borgarinnar og Glitnir hugsar sér gott til glóðarinnar á Indlandi með indverskum. Og á meðan Þórey Edda lýsir strákastelpunni á stönginni sem notar rakspíra, þá gefur Héraðsdómur sér tíma til að dæma þrjá unga þjófa til refsingar. Það er hroðalegur glæpur að stela á Íslandi en smámál að nauðga og berja mann og annan. Færeyingar fá nýjan ráðherra og Sigurður Hreiðar segir okkur loksins hvað skammstöfunin HAMAS þýðir: "Helvítis aðkomumenn að sunnan". OR gleypti REY í hádeginu eftir að Bjarni rauk frá borðinu og maður fékk á baukinn fyrir að stela leigubíl. Nú er kominn nýr beljukall í brúna hjá Mjólkursamsölunni og Egill Skallagrímsson er kominn í Sólina.(Greinilega orðinn leiður á þessarri rysjóttu tíð). Og svo er einhver vesalings bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ að gera vesen út af því að bróðir fjármálaráðherrans(ráðherfunnar) okkar geti hagnast um milljarða. Hvað er það á milli vina? Búum við ekki á Íslandi? Úr íþróttunum eru þær fréttir helstar að Íslendingar eru í frjálsu falli niður afrekslista í fótbolta(svo sem engar nýjar fréttir) en það jákvæða er þó að til þes að geta fallið höfum við einhvertíma farið upp á við en ég náði ekki í neinn sem mundi hvenær það hefði átt sér stað. Að lokum veður: Spáð er áframhaldandi eldi og brennisteini en léttir til á sunnudag með ofsaroki og rigningu, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og í Trékyllisvík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband