Danir elska skattmann

Í dag heyrði ég Dana tala í farsíma. . Það sem vakti athygli mína var hversu vel og fallega maðurinn talaði um og við skattinn (Skattmann var greinilega á línunni), sem hann þarf að borga eins og aðrir danskir og íslenskir(gammel dansk) og virtist bókstaflega, af orðum hans að dæma, elska sinn Skattmann. Þetta ættum við Íslendingar að taka okkur til fyrirmyndar og hætta að agnúast út í Skattmann og borga skattana okkar með glöðu geði.

Hi skat...... ja skat.......selvfölgelig skat......om jeg skal betale?..... selfölgelig skat.......jeg elsker dig skat....jeg kommer hjem i morgen med alle pengene til dig.......jeg faar aldrig nok af dig skat.....farvel skat....... min elskede......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Góóður, ég hefði átt að vera lengur í Mariager og gæla við skattmann!  For helvede min skat! 

www.zordis.com, 23.11.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Snjall!!!! Já, já, sjá fegurðina og elska skattmann og borga, borga, borga bara allt sem við eigum til og fara svo að syngja og breiða út fagnaðarerindið. Verst hve mig langar til að vera með lúkurnar í úthlutuninni og syngja meira.

Eva Benjamínsdóttir, 24.11.2007 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband