Rúnkaramót í Danmörku

Jæja kæru vinir. Það er nú orðið ansi langt síðan ég hef bloggað enda verið ansi upptekinn. En þegar maður sér svona frétt hendir maður frá sér öllu öðru og verður að leggja orð í Berg, ég meina orð í belg. Það var mikið að Danir gera eitthvað af viti en líklegast er þó að aukin áhrif Íslendinga í Danaveldi hafi orðið til þess að þessi hugmynd er komin á koppinn. Ekki get ég lofað neinu um það hvort bloggið verður reglulegt hjá mér á næstunni því nú taka við strangar æfingar með tilliti til mótsins í maí því auðvitað viljum við sýna nýjustu nýlenduþjóðinni okkar hverjir eru bestir enda löng hefð fyrir þessari göfugu íþrótt hér á ísaköldu landi. Ég er stífur á því að taka þátt og verð því miður að þjóta núna, því ég er að fara á æfingu. Það er mjög áríðandi. Ég lofa ykkur svo að fylgjast með hvernig gengur en auðvitað er mér í lófa lagt að geyma trompin og leynivopnið upp í erminni. Sem sagt: Rúnk rúnk á meðan.
mbl.is Danmerkurmót í sjálfsfróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Velkomin aftur vinurinn minn. Ég má ekkert vera að því að skrifa, ég er líka að æfa þetta er svoi gott málefni.

Eva Benjamínsdóttir, 20.1.2008 kl. 16:10

2 Smámynd: www.zordis.com

Svo er spurning að æfa saman!  Peppa hvort annað upp ........

Gleðilegt ár Bergurinn og megi nýja árið vera fjörugt og gangi þér vel í "runkinu" ......

www.zordis.com, 20.1.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Málefnalegt rúnk - það er málið!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.1.2008 kl. 23:47

4 identicon

Skyldu þeir nokkuð vera að vesenast með lyfjapróf á túrnamentinu?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:24

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Ja, þú segir nokkuð. Við verðum að kynna okkur það. Þetta verður að vera á jafnréttisgrundvelli. Usssssssssssss..................

Bergur Thorberg, 22.1.2008 kl. 14:04

6 identicon

Ef það yrði raunin; hvað er þetta lengi að skila sér úr kroppnum? Er óhætt að miða við stímúlanzinn, þ.e. stöðu mála, hm?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 14:33

7 identicon

Ef sú yrði raunin; hvað er þetta lengi fara úr kroppnum? Er óhætt að reiða sig á stöðu mála þ.e. stímúlanzinn, hm?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 14:38

8 Smámynd: Bergur Thorberg

Mest áríðandi er, að standa fastur á sínu og vera harður á því.

Bergur Thorberg, 22.1.2008 kl. 22:33

9 identicon

Ef marka  má ýmist samtíðarfólk ömmu minnar og afa ætti að safnast saman þarna talsvert af blindu, eða í það minnsta verulega sjónskertu fólki. Spurningin er þá bara hvort maður sé samkeppnishæfur við þá fyrrnefndu. Jæja, það er rétt að standa upp á meðan það er hægt!

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband