Glerglugginn góði og lífið

Það er kannski tímabært að við Íslendingar breytum hefðbundnu útliti kistunnar sem við erum lögð í þegar lífsandann þverr. Glerglugginn á kistunni í þessu tilfelli bjargaði greinilega lífi gamla mannsins í Chile og væri hann nú á öðrum vegum ef hans hefði ekki notið við. Ég man eftir umræðu í gamla daga þar sem sumir vildu að ef þeir væru álitnir látnir yrði skorið á slagæðar svo öruggt væri að þeir yrðu ekki kviksettir. Því miður eru til sögur af því að svo hafi einmitt verið tilfellið í einhver skipti hér á Íslandi og sjálfsagt víðar. Já já, það er að mörgu að huga kæru vinir.
mbl.is Vaknaði í eigin kistulagningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Velkominn á bloggrólið - frétti í gær, að lífið væri yndislegt - held það sé e-ð til í því!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.1.2008 kl. 10:14

2 Smámynd: www.zordis.com

Lífið er yndislegt þar til það þver!  Á spáni er skrítin skrúfa búinn að vefa sér sína eigin kistu úr hálmi!  Bara fyndinn kall en þetta með gluggan er ekki slæm hugmynd.

www.zordis.com, 21.1.2008 kl. 12:04

3 identicon

hvernig veit fólk það að ástvinir voru grafnir lifandi?

Nosy (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 19:31

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Fundist hafa ummerki þess í gömlum kirkjugörðum að kistur hafa verið brotnar og lík að hluta til fyrir utan kistuna sem verður ekki skýrt á annan hátt en að "líkið"hafi verið grafið lifandi. Ég held að vísindamenn séu nokkuð sammála um það að kviksetning hafi átt sér stað í einhverjum tilfellum vegna vankunnáttu og jafnvel í einhverjum tilfella af ásettu ráði.

Bergur Thorberg, 21.1.2008 kl. 19:44

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já það eru til margar sögur um svona. Hræðilegt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.1.2008 kl. 20:02

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ætli sé öruggt að láta brenna sig, segi svona

Eva Benjamínsdóttir, 22.1.2008 kl. 00:22

7 Smámynd: Bergur Thorberg

Samkvæmt hvolfkenningunni minni er ekkert öruggt Eva mín kæra vinkona.

Bergur Thorberg, 22.1.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband