Þistilfjarðarspámaðurinn

Guðmundur sagnamaður frá Raufarhöfn sagði mér einu sinni sögu af bónda í Þistilfirði sem hét Aðalsteinn. Aðalsteinn þessi var einn af þeim fyrstu í sveitinni sem fékk sér útvarpsviðtæki fljótlega eftir að Ríkisútvarpið hóf útsendingar. Árið hefur líklega verið 1930-31. Þá hafði ríkt mjög harður vetur og ætlaði hreint ekki að sleppa klónni. Komið var fram á sumar og enn mjög kalt í veðri og bændur farnir að óttast verulega um sinn hag, kalin tún  og fóður á þrotum. Aðalsteinn bóndi var mjög vinsæll í sveitinni, ekki síst vegna þess að hjá honum var hægt að hlusta á veðurspána. Langþreyttir á kuldanum fjölmenntu bændur nú á bæ Aðalsteins og spurningin var einföld: Hverju spáir hann? Þá mælti Aðalsteinn þessi spaklegu huggunarorð: Spáir, hann spáir kuldakasti!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Vinsældir Aðalsteins ....    nokkuð gott að útvarpssendingar hafi náð Þistilfirðinum.

Og, svo er bara fimbulkuldi hjá þér.

www.zordis.com, 31.1.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Flott saga, hann hefði eflaust sagt það sama ef hann norpaði í dag kallinn.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 31.1.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

góð saga...hann var ekkert að spá gigtarkasti  brrrrrr.

Eva Benjamínsdóttir, 1.2.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband