Siðblindir sækópatar

Er það tilviljun að þau ríki sem nú æsa sem mest til ófriðar í heiminum skulu bæði vera með þvílík ólög í gildi sem raun ber vitni? Bandaríkin og Íran. Í Íran eru menn dæmdir til dauða á fjórða glasi og í einhverjum ríkjum Bandaríkjanna eru í gildi þriðja eða fjórðabrotslög en brot á þeim geta varðað margra ára fangelsi eða jafnvel ævilöngu þó viðkomandi steli bara einni myndbandsspólu! Og í Saudi-Arabíu eru börn hálshöggvin fyrir litlar sakir eins og við lásum um á dögunum. Hvenær kemur að því að hin svokallaða siðmenntaða heimsbyggð fær nóg og gerir eitthvað í þessum málum og lætur til sín taka, í stað þess að hanga undir hælnum á siðblindum sækópötum alla tíð? Hið tvöfalda siðferði sem ríkir t.d. í Bandaríkjunum, er að mínu mati ein hin mesta ógn sem við lifum við nú um stundir.
mbl.is Dauðarefsing fyrir að drekka áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Já þar er ég sko sammála þér.  T.d. í Texas hafa saklausir Evrópubúar verið handeknir fyrir að labba fáeina metra frá barnum eða veitingastaðnum með alkohól í blóði uppá hótel.. nú bara eftir að fá sér einn eða tvo bjóra eða vínglas með matnum.  Það er eitthvað mikið að í svona ríki.  Og því miður fær það að vaða uppi og gera það sem þvi hentar.  Já þetta er skömm.

Kolbrún Jónsdóttir, 7.2.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband