Af hverju íslenska stafrófið? Af hverju ekki íslenska stafrófan?

stafrófan

Af hverju notum við orðið: Stafróf? Af hverju ekki : Stafrófa? Það er svo miklu krúttlegra og segir einhvern veginn líka svo miklu meira. Kanntu stafrófuna þína? Þetta er líka svo miklu persónulegra og femíniskara. Hver er sjötti stafurinn í stafrófunni?  Farðu með stafrófuna fyrir mig. Þú kannt nú greinilega ekki stafrófuna þína!! Farðu heim og lærðu stafrófuna þína!! kisurófan þín!!

Svo er þetta einfaldlega fallegasta og fjölskrúðugusta rófan undir sólinni. Ættum við kannski að segja: Kanntu stafskottið þitt? Kanntu stafhalann þinn? Farðu með stafdindilinn fyrir mig!! Nei, stafrófa skal það vera!! Það er svo önnur saga að það eru ekki margir sem kunna íslensku stafrófuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband