Búið að rífa Blómaval............. og konan búin að bóna.............

Eftir nóttina í hellinum vaknaði ég hress og endurnærður, var ekki lengur þurs og heilasellurnar komnar aftur eftir að Júróbandið rústaði þeim í gær. Fór í Sundhöllina og hitti spaka öldunga sem sögðu sögur sem gerðust löngu áður en Þursaflokkurinn varð til. Nú var förinni heitið niður í Sigtún til að kaupa rauðar rósir í tilefni dagsins en viti menn........Það var búið að jafna Blómaval við jörðu!! Engar rósir þar, kannski arfi í sumar. Jæja, þar sem ég bý nú í 101, ákvað ég kaupa blómin þar. Keyrði niður Laugaveginn, kom við í Mál og Menningu og keypti þríleik sagna eftir Jón Kalman Stefánsson (Skurðir í rigningu, Sumarið bak við brekkuna og Birtan á fjöllunum) og stúlka sem er í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði í Háskólanum, afgreiddi mig. Ég sagði við hana að það veitti nú ekki af hennar líkum í dag, hún yrði að flýta sér með námið og fara svo beint í borgarpólitíkina. Ók svo niður í Bankastræti og hugðist kaupa blómin í Ráðhúsblómum en þar var slálokað (á konudaginn og kl. var  11.30)!! Endaði hjá Binna í Bergstaðastrætinu og keypti sjö stórar rósir. Upp úr kjallaranu stökk Jóhannes í Bónus og hvarf út í sólina, hlaðinn ilmandi blómum. Þegar ég kom heim var konan að enda við að bóna það sem varð eftir í gærkvöldi. Ég leit niður á gljáandi gólfflötinn sakbitinn en þar birtist mér mynd af riddara á hvítum hesti, hlaðinn rósum með bókmenntaarfinn í fögrum umbúðum og sektarkenndin hvarf eins og dögg fyrir sólu. Til hamingju með daginn elskan mín..............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband