Hver er það sem á vorvindinn?

Hver á hamingjuna? Hver á vorvindinn,(reyndar ansi hvass stundum), sem kemur ofan af Kjalarnesi þreyttur á ferð sinn úr Borgarfirðinum? Hver á seinþreytta snjóbletti sem streytast við langt fram á sumar, bara til að bráðna? Í Esjunni. Hver? VIÐ. Og........ lífið  og....náttúran.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Við eigum hamingjuna. Deilum henni, hún er til skiptanna!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.4.2008 kl. 15:18

2 identicon

Ég á ekkert í vorvindinum. Því hafna ég þó ekki alfarið, að á leiðinni hafnar hann á Hafnarfjalli. Minn vind kýs ég að leysa sjálfur, Bergur minn. Í því er hamingjan fólgin, þótt skammæ sé. 

G. Benzen (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Hún gæti orðið ansi skammvinn, hamingjan, sem felst í því að leysa sinn eigin vind, ef einhver á sama augnabliki væri að fikta með eld rétt við bakið á þér.

Bergur Thorberg, 9.4.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband