Pointið í fréttinni

Ef þetta eru réttar upplýsingar frá forsætisráðuneytinu, sem maður verður að ætla að þær séu, finnst mér hreinn sparðatíningur að vera að fetta fingur út í fararmátann. Það er margt annað í íslensku stjórnkerfi sem menn ættu frekar að beina sjónum sínum að, því víða er potturinn brotinn eða hafa myndast í honum stórar sprungur. Eitt er þó kannski svolítið undarlegt að eftir því sem heimurinn skreppur meira saman,eins og til dæmis með stöðugri framför í fjarskiptum, (internetið o.fl.), þeim mun fleiri verða ferðir ráðamanna til útlanda til að sækja alls kyns mismerkilega fundi með tilheyrandi kostnaði. Það er kannski pointið í þessari frétt.
mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er ekki heil brú í þessari fréttatilkynningu fors.ráðuneytisins.

Theódór Norðkvist, 9.4.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Já, þú meinar, ja þá................. hefur kannski ekki svo mikið breyst......... 

Bergur Thorberg, 9.4.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband