Krían er velkomin til Draumalandsins

Ótrúlegur fugl og ferðalangur mikill........... Og velkominn til Sumar(Drauma)landsins Íslands. Að vísu soldið stygg, sérstaklega þegar passa skal sitt og sína, en lái henni hver sem vill. Lífsbaráttan í náttúrunni getur verið býsna hörð. Ekki bara hjá mannfólkinu. Ég held að krían hafi litlar áhyggjur af hækkandi olíuverði í heiminum og þaðan af síður hversu skerfur íslenska ríkisins er mikill af þeirri eldsneytisköku. Hún flýgur af eigin afli og á heiður skilið fyrir vikið. Til fyrirmyndar, þó hún hafi goggað í einn og annan koll,(þar á meðal minn), í gegnum tíðina. Við höfum nú flest lent í einhverju verra. Og lifað af.
mbl.is Íslenskar kríur leggja árlega að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krían er sannkölluð lögregla loftsins. Hún þekkist strax á hljóðunum:  GAAAAS, GAAAAS!

G. Benzen (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband