Látið ekki svona krakkar

Látið ekki svona krakkar. Kobbi er mikill framkvæmdamaður, það hefur hann sýnt gegnum árin. Hann á örugglega eftir að gera fullt af góðum hlutum í þessu nýja starfi sínu. Ekki er ég stuðningsmaður Ólafs F. Magnússonar né þessa mjög svo einkennilega meirihluta sem nú ríkir í borginni okkar. Ólafur er oftast klaufalegur í framkomu fyrir utan það, að vera einn á báti í mörgum málum og ekki virðast margir vilja stíga um borð í þann bát, nema sjálfstæðismenn, sjúkir í að sækjast eftir völdum, hvað sem það kostar. Eftir einu bíð ég þó spenntur: Þegar og ef, Ólafur leggur á borðið upplýsingar um, hvernig launakjörum er yfirleitt háttað innan borgarkerfisins (það hefur hann gefið í skyn að hann muni gera), þá komi það í ljós, helst í smáatriðum, hvernig þessum málum er háttað.  Það eru jú borgarbúar sem borga launin og ekki nema sjálfsagt að atvinnurekandinn sjálfur hafi vitneskju um hverjum hann er að greiða laun og hversu mikið. Eða: Hvað finnst ykkur?
mbl.is „Ráðning í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að það ætti að fara að stokka upp í störfum hjá RÚV, þvílík andskotans frekja og hroki í spyrjendum núna það er ekki einu sinni leyft mönnum að svara spurningum það er imprað á sömu spurningunni aftur og aftur eins og rispuð vinil plata á meðan manngreyið er að reyna svara.  ég veit bara það að ef ég væri einhver háttsettur myndi ég afþakka svona viðtöl allavega þangað til að það er komið fólk sem kann sig.

Jón Þ. Sig (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: Haukur Viðar

Hverslags embættismaður væri það sem myndi neita fjölmiðlum um viðtöl?

Reyndar held ég að það væri óvitlaust í tilfelli Ólafs, sem tekst hvað eftir annað að líta út eins og það vanti eitthvað í hann. 

Haukur Viðar, 8.5.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Tildæmis Davíð Oddson Haukur Viðar hann afþakkaði það mjög oft þegar Stöð 2 óskaði eftir viðtali.

Sævar Einarsson, 8.5.2008 kl. 20:26

4 identicon

Haukur Viðar það mundi vera embættismaður með viti, og ef þér finnst hann líta út eins og fífl fyrir að taka sér tíma í að svara ekki bara hrauna út sér einhverri steypu eins og spyrjendur kastljóss sem eru einfaldlega að reyna að búa til æsifréttir með því að íta á menn að svara í einhverju fússi og þurfa svo að koma fram í fjölmiðlum til að afsaka vitleysuna sem þeir sögðu.  Verst að spaugstofan skuli vera hætt þeir gætu þá tekið einn kastljós þátt hehe

Jón Þ. Sig (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 22:41

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég er nokkuð sammála því að fréttamennirnir voru ekki að vinna vel vinnuna sína í kvöld. Soldið eins og biluð plata.

Bergur Thorberg, 8.5.2008 kl. 23:02

6 identicon

Haukur Viðar, ef þetta er raunsönn mynd af þér, þá er hræddur um að ég verði að hryggja þig með því, að það vantar eitthvað í þig. Það staðfestist síðan, þegar maður les hvernig þú talar um annað fólk!

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband