Skrýtinna fuglasöngvar....að vori

Rétt á meðan ég var að hugsa um að fara að leggja mig, duttu mér í hug vinir mínir, ekki margir, en allir þeir fáu, vel þess virði, að minnast þeirra fyrir svefninn. Og vakna svo vonandi á morgun og vona að þeir séu ennþá vinir mínir. Og þetta er enginn draumur, þó Jónsmessudraumur nálgist óðum.  Einhver annar verður að svara fyrir það. Kannski Shakespear? Eða kannski bara prjónabandbrjálaðir Íslendingar. Hvað veit ég. Vitlleysingurinn. Og allra síst á Listahátíð. Íslenskra Vitleysinga. Maður nokkur vonar nú samt, að vorið, með öllum sínum leysingum... komi sumrinu af stað. Og....... Þá gæti hugsanlega orðið gaman..... fram á haust... og ef við öll verðum heppin... kannski allan næsta vetur.. og alveg fram á næsta vor..... með fuglasöng.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein og ein martröð á stangli getur samt verið þrumuhressandi!  

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Sæll Bergur. Ég á nokkrar ljósmyndir af þér sem ég tók á opnuninni hjá Ómari Stefáns í fyrra og hjá Ásgeiri Lár sama kvöld, get sent þér þær á email ef þú vilt fá þær. netfangið mitt er kbergur@mi.is 

Kristbergur O Pétursson, 17.5.2008 kl. 12:24

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Kæri vin. Kannski er það hvað best, á þessum síðustu og verstu tímum, að horfa á sjálfan sig í spegli og skoða þá furðumynd, sem við manni blasir. En óneitanlega minnir á vitleysinginn mig....... og nokkra af mínum kærustu kollegum. TAKK.  thorberg@thorberg.is

Bergur Thorberg, 17.5.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband