Palli Pönk-- in memorian

Ekki gera grín að þessu. Ég átti eitt sinn Dísapáfagauk sem átti ákaflega létt með að herma eftir hljóðum mannanna. Hann fékk nafnið Palli Pönk vegna skúfsins á höfði hans. Á þessum tíma var ég oft á ferðinni eldsnemma á morgnanna eða mjög seint að kvöldi. Virtist hann sérstaklega námfús á þeim tímum frekar en öðrum. Hvarf hann frá mér tvisvar á þremur árum. Í fyrra skiptið heilsaði hann mér með virktum á svölum sjöundu hæðar í ónefndu háhýsi í Reykjavík, en þar hafði til hans spurst. Vildi hann ekki tala við nokkurn mann nema mig. Fórum við sáttir heim. Í seinna skiptið sem hann hvarf, kom vinur minn í heimsókn, uppnuminn af gáfum fuglsins, og tók hann með sér á öxlinni út í garð. Hvarf hann þá frá honum á vit fugla himinsins og ég sá hann hverfa bak við ský og sá hann aldrei meir.
mbl.is Týndur páfagaukur gaf upp heimilsfang sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband