Úlfar í sauðagærum

Kynferðislegt ofbeldi og reyndar allt ofbeldi er óafsakanlegt. Svo þegar maður les nánast daglega um fólk sem misnotar aðstöðu sína í líki hjálpandi engla ( þekkt fyrirbæri innan stofnunar eins og kirkjunnar til dæmis), þá sest maður niður, grætur, bólgnar út af reiði og missir um stund trúna á manneskjuna, þó maður viti innst inni, að sem betur fer er oftast um undantekningar að ræða. En aldrei skal þetta viðgangast þó manni finnist stundum að hinir svokölluðu valdhafar séu ansi seinir til verka, er svona hryllileg mál koma upp. Og ég get krossað mig upp á það að þetta er ekki hið fyrsta sinn og því miður ekki það síðasta.
mbl.is Börn kynferðislega misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband