Ein létt spurning fyrir svefninn

Ein létt spurning fyrir svefninn: Í hvaða íslenska mannsnafni kemur bókstafurinn E fyrir fjórum sinnum? Fyrstu þrír sem svara rétt fá sendar kaffiskissur eftir mig í pósti, ef þeir senda mér uppl. um nafn og heimilisfang á: thorberg@thorberg.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Föðurnafni hennar Völu okkar í símverinu...

svo ég skemmi ekki fyrir þér með rest.

Kveðja,

Vinnufélagi....

Bragi Þór Thoroddsen, 27.5.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Jamm. Aulinn ég. Auðvitað bara sá fyrsti. Síðan geta allir svarað rétt. Það er ekki að spyrja að Vestfirðingunum, allra síst nánast löglærðum. Ég ætti víst að fara að leggja mig.

Bergur Thorberg, 27.5.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Veit það en þori ekki að segja það til að kjafta ekki frá. E-maila það á þig,

Bylgja Hafþórsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Bergur Thorberg

OK Bylgja mín. Sendi þér skissuna ef rétt reynist. Þakka þér fyrir að hylma yfir með mér, aulanum.

Bergur Thorberg, 27.5.2008 kl. 22:30

5 identicon

Það skal leiðréttast að það eru til tvær útgáfur af nafninu góða. Önnur er þó ekki málfræðilega rétt samkvæmt íslenskum reglum, þar sem í nafninu er stafur sem er búið að fella út úr íslenska stafrófinu.

Gunnar F. Árnason (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Það þarf ekki að leiðrétta neitt. Þó svo setan hafi verið felld niður úr íslensku máli, halda menn sínu skírnarnafni. Það var bara spurt um eitt íslenskt mannsnafn sem skartaði fjórum eum. Þau eru þá a.m.k. tvö.

kv.

Thorberg

Bergur Thorberg, 29.5.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband