Saurlífi í dimmum skúmaskotum...Áfram Sigur Rós

Það er með ólíkindum hvernig hið tvöfalda siðgæði manneskjunnar ríður röftum í heiminum, í dag, sem áður fyrr. Við hvað eru menn hræddir? Sjálfan sig? Hverjir setja reglurnar? Mjög líklega siðspilltir siðferðispostular sem vilja ekki láta fletta ofan af sjálfum sér. Sömu menn og setja sjálfan sig á stall í skinheilagleika fagurs fjölskyldulífs eða í nafni einhverrar trúar. Eins og Sigur Rósarmenn segja sjálfir, þá er allt í lagi að glenna sig framan í heiminn með fimm sentimetra pjötlu í klofinu, til þess eins að ala á kynórum almennings og ná í fleiri krónur í kassann. Ég ætla að vona, að þetta bann við blásakleysi verði til þess að hróður Sigur Rósar aukist enn frekar, enda ekkert á ferðinni hjá þeim sem telja má siðlaust eðe siðspillandi. Bara sakleysi mannskepnunnar og fegurð náttúrunnar. Hvort tveggja eftirsóknarvert. En brýtur náttúrulega í bága við gjörspilltar hugmyndir siðspilltra ofstækishópa, sem virðast líka eiga nóg af dollurum, til að fylgja eftir þessum aflóga hugmyndum sínum. Mannkyninu til mikillar óþurftar. Sveiattan. Næst verður mér bannað að baða mig nakinn í sturtuklefanum þegar ég fer í sund. Það gæti truflað einhvern siðferðispostulann. Þeir vilja fá að stunda sitt saurlífi í myrkri og í dimmum skúmaskotum. Aftur sveiattan.
mbl.is Myndband Sigur Rósar bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband