Skammist ykkar niður í tær

Er nú ekki nóg í gangi á svæðinu samt. Og fólk á fullu að reyna að halda ró sinni. Þurfa einhverjir fylliraftar að vera að slást ofan á allt saman? Og ráðast á mannvirki!!! Ég hélt að náttúran væri nú búin að gera nóg. Viðkomandi ættu að skammast sín niður í tær.
mbl.is Ólæti á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var einmitt það sem ég hugsaði þegar ég las þessa frétt. Þvílíkir dómadagsaumingjar sem geta ekki hagað sér vel þessa einu helgi!

Magnús (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála

Jónína Dúadóttir, 31.5.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ég mun hvorki panta né skoða.

Sigurður Sveinsson, 31.5.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ég hefði líka látið svona ef ég hefði verið búsettur í Selfossbæ.... Ríkið lokað allann föstudaginn vegna vöruhruns og ekkert hægt að fylla á kælinn... Þetta endaði því bara svona... Menn útúrdrukknir af landa og öðrum vökva sem gefur gott í kroppinn..

Stefán Þór Steindórsson, 31.5.2008 kl. 17:51

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég var náttúrulega ekki á staðnum svo ég veit ekkert um hvað menn létu ofan í sig eða hvern þeir lömdu eða hvað þeir skemmdu. Við fáum kannski fréttir af því síðar.

Bergur Thorberg, 31.5.2008 kl. 18:14

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er ósköp dapurlegt, að svona gerist. - Vonandi fá þessir aðilar hjálp sem þarna vorur að verki.  - Það er full þörf á því.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.5.2008 kl. 22:48

7 Smámynd: Fiðrildi

Springfield, Iceland

Fiðrildi, 1.6.2008 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband