Er Svíahatur á Íslandi?

Fyrstu fréttir voru að Svíar myndu kæra úrslit leiksins en gera það sem sagt ekki. Þeir eru meiri menn fyrir vikið. Stundum verð ég var við einhvers konar Svíahatur hér á Íslandi og hef eiginlega aldrei skilið hvers vegna. Svíar eru hin vænsta þjóð og í Svíþjóð á ég marga vini. Menning þeirra er rík og gætum við Íslendingar lært mikið af þeim á ýmsum sviðum og eins þeir af okkur, á öðrum. Ég stundaði nám og vinnu þar á sínum tíma og bar þar aldrei skugga á. Svíar: Það gengur bara betur næst.
mbl.is Svíar kvarta en kæra ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ekki hatur, bara þessi venjulegi "þjóðrembingur", sem er einkenni lítilla þjóða.

Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Bergur, þegar kemur að handbolta, þá er mikil Svíaandúð.  Engin spurning.  Líklegast er það vegna þess að Svíar hafa átt það til að niðurlægja okkur leik eftir leik á undanförnum áratugum.  Þú mátt alveg trúa því að engum dettur í hug að þetta sé hatur á sænsku þjóðinni, en Faxe, Wislander og markmannateymin þeirra mun seint fá Fálkaorðu fyrir framlag þeirra til íslenskra íþróttamála.

Marinó G. Njálsson, 1.6.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Jú jú, ekki hatur, ég viðurkenni það. En svotlir fordómar. Ég er ekki bara að tala um íþróttir. Kveðjur.

Bergur Thorberg, 1.6.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Við erum allajafna grútspæld yfir hversu sjaldan við vinnum þá, og ef það tekst þá er það kannski sökum þess að Svíar hafa verið hlunnfarnir um heilt mark. Svo ..........................

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.6.2008 kl. 00:32

5 identicon

Alveg er ég viss um að við íslendingarnar hefðum kært þetta og sagt að þetta að þetta hefði farið allt öðruvísi ef við værum í þeirra sporum.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 01:28

6 identicon

Ég myndi ekki segja að það væri Svía hatur, en hrokinn í þeim getur verið pirrandi, og kannski fólk sé að bregðast við því.

Linda (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 08:11

7 identicon

Fólk verður að átta sig á því að Ísland er margfalt fámennari þjóð en Svíþjóð og því á það ekki að vera skrýtið að Svíþjóð vinni Ísland mun oftar.

Talandi um andúð og hatur,   ég skil ekki afhverju íslendingar ættu að hafa andúð á svíum eða öfugt. Samskipti þessara frændþjóða hafa að ég best veit verið hin bestu.

Svo verð ég að segja frá því að ég kíkti á myndband af fótboltaleik íslendinga og svía fyrir nokkru þar sem Ísland tapaði 5-0. Þar voru komment frá nokkrum svíum eins og: "heimsku íslendingar"  "íslendingar sökka"  "skíta land"  osfrv. En svo ef maður fer á expressen.se  þá eru umræður svía um Ísland á allt öðrum og jákvæðari nótum. 

kv. 

Hilmar (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband