Pappakassarnir fóru á taugum

Það var ekki skrýtið að við ynnum þennan leik gegn Svíum. Svíar sendu nefnilega pappakassa í leikinn að sögn Róberts Gunnarssonar. Ég sem hélt að Svíar hefðu sent sitt sterkasta landslið í leikinn! Og Róbert heldur áfram: Ekki nóg með það, Þegar við gerðum eitthvað vel, hlógum við allir eins og geðsjúklingar og spiluðum með hjartanu.( Ég sem hélt að maður spilaði aðalega með höndunum í handbolta). Ekkert skrýtið að aumingja pappakassarnir hafi brotnað niður og rifnað í sundur þegar þeir sáu þessa hlæjandi geðsjúklinga koma brunandi upp völlinn. Alla vega hefði ég, pappakassi sem ég er, farið algerlega á tauginni. Það hefði dottið úr mér botninn og hefði verið eitthvað í mér, þá hefði það tvístrast út um allan völl. Svo mikið er víst. Þannig er nú það.
mbl.is „Sænskir pappakassar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband