Viggo kommer til Island--- igen og igen

Viggo Mortensen er fjölhæfur maður. Leikur í kvikmyndum, yrkir, málar, tekur ljósmyndir ofl. ofl. Nú sýnir hann  ljósmyndir sínar á Íslandi og eru þær flestar seldar að mér skilst. Og andvirði þeirra rennur til Náttúruverndarsamtaka Íslands. Gott hjá honum. Og myndirnar kostuðu ekki mikið. Viggo hefur verið á ferðinni hér áður og hefur sýnt okkur vesælum listamönnum mikinn áhuga og keypt verk. Þarna er um að ræða mjög svo geðþekkan mann og frægðinni tekur hann með stökustu ró og er lítillátur. Til eftirbreytni fyrir suma. Ég á ennþá eftir að kíkja á sýninguna en það ætla ég svo sannarlega að gera. Bætum honum í Íslandsvinahópinn. Hann er í einu af efstu sætunum þar. Það held ég nú.
mbl.is Yfir 100 af ljósmyndum Mortensen seldust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband